Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

115. fundur 24. ágúst 2021 kl. 16:15 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Benóný Valur Jakobsson 2. varaforseti
 • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Vegna rafmagnsleysis á meðan fundi sveitarstjórnar stóð var ekki hægt að taka upp fundinn og því engin upptaka sem fylgir fundargerðinni.

1.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108032Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Óla Halldórssyni fulltrúa V-lista.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

2.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Guðmundi Halldóri Halldórssyni fulltrúa V-lista.
Samþykkt samhljóða.

3.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108028Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur fulltrúa V-lista.
Samþykkt samhljóða.

4.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108030Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Berglindi Hauksdóttur fulltrúa V-lista.
Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Stefáni L. Rögnvaldssyni V-lista.
Samþykkt samhljóða.

6.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202108034Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings frá Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur V-lista.
Samþykkt samhljóða.

7.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum hjá V-lista sem taka gildi frá og með 25. ágúst 2021.

Aðalmaður inn í sveitarstjórn hjá V-lista verður Aldey Unnar-Traustadóttir og varamaður hennar Guðrún Sædís Harðardóttir.

Eftirfarandi tillögur liggja til samþykktar;

Forseti sveitarstjórnar verði Aldey Traustadóttir.
Byggðarráð - Áheyrnarfulltrúi verður Aldey Traustadóttir og Guðrún Sædís Harðardóttir til vara.
SSNE þingfulltrúi - Aldey Traustadóttir
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Aðalmaður verður Aldey Traustadóttir og Guðrún Sædís Harðardóttir til vara.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Aðalmaður verður Aldey Traustadóttir og Guðrún Sædís Harðardóttir til vara.
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) - fulltrúaráð - Aðalmaður verður Aldey Traustadóttir og Guðrún Sædís Harðardóttir til vara.
Varamaður á aðalfund DA sf. verður Aldey Traustadóttir.
Samþykkt samhljóða.

8.Aðalskipulag Norðurþings - breytingar vegna fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu

Málsnúmer 202107022Vakta málsnúmer

Kolbrún Ada óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar. Kolbrún Ada ítrekar tillögu sína frá 367. fundi byggðarráðs;
Fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Norðurþings fyrir byggingu stórtæks vindorkuvers á Hólaheiði. Umfjöllun sveitarstjórnar Norðurþings um skipulagsbreytingar í tengslum við orkuverið verði frestað þar til umhverfismati er lokið að fullu. Með þeim hætti verði málsmeðferð best háttað enda liggja þá niðurstöður ítarlegra rannsókna, upplýsingaöflunar og opinbers samráðs fyrir áður en sveitarstjórn tekur sínar veigamiklu stefnumarkandi ákvarðanir um landnýtingu í gegnum Aðalskipulag.
Sveitarstjóra er falið að gera þegar í stað þær ráðstafanir sem þarf til þessa.


Einnig liggja fyrir erindi undir þessu máli annars vegar frá Halldóru Gunnarsdóttur og hins vegar Pétri Þorsteinssyni þar sem þau óska eftir að erindin þeirra verði tekin fyrir undir þessu máli á fundi sveitarstjórnar. Þau skora á sveitarstjórn að falla frá fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi á Hólaheiði.
Til máls tóku: Kristján Þór, Bergur, Hjálmar, Helena og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta frekari vinnu um breytingu á aðalskipulagi þar til umhverfismati verður lokið að fullu.9.Breyting á deiliskipulagi fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202105040Vakta málsnúmer

Á 103. fundi skipuslags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Rarik sækir um lóð undir aðveitustöð í landi Snartarstaða

Málsnúmer 202108011Vakta málsnúmer

Á 103. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Umboð til byggðarráðs vegna alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að veita byggðarráði umboð til þess að staðfesta kjörskrá fyrir alþingiskosningar 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til þess að staðfesta kjörskrá fyrir alþingiskoningar 2021.

12.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon fer yfir verkefni sveitarfélagsins undanfarnar vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

13.Orkuveita Húsavíkur ohf - 222

Málsnúmer 2107004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 222. fundi Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 103

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 103. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 10 "GH virkjun samnings": Bergur.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 96

Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 96. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Fyrirspurn frá hverfisráði Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla": Hjálmar, Birna, Kristján Þór, Bergur, Benóný og Kolbrún Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 365

Málsnúmer 2106002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 365. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Byggðarráð Norðurþings - 366

Málsnúmer 2106007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 366. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 367

Málsnúmer 2107002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 367. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 368

Málsnúmer 2107005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 368. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 369

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 369. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.