Fara í efni

Auglýst er eftir verkefnastjóra stafrænnar þróunar

Norðurþing óskar eftir að ráða verkefnastjóra stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Verkefnastjóri stafrænnar þróunar er starfsmönnum stjórnsýslunnar til ráðgjafar og stuðnings í verkefnum og ákvörðunum sem þeir fást við. Einnig mótar verkefnastjóri framtíðarsýn í samræmi við áherslur sveitarfélagsins í stafrænum málum. Verkefnastjóri stafrænnar þróunar starfar náið með fjármálastjóra og öðrum sviðsstjórum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastjórn umbreytingaverkefna hjá sveitarfélaginu á sviði starfrænnar þróunar
 • Innleiðing nýrra tæknilausna hjá sveitarfélaginu
 • Greining á möguleikum tækifærum, endurskoðun ferla og verklags
 • Leiða þverfagleg verkefnateymi
 • Greining á þörfum íbúa/notenda
 • Áætlanagerð og greining gagna
 • Kennsla og fræðsla til starfsmanna
 • Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum sveitarfélagsins á sviði upplýsingatækni
 • Kerfisstjórn á ýmis kerfi sem eru í notkun í stjórnsýslu sveitarfélagsins
 • Samskipti við þjónustuaðila í stafrænum lausnum

Þekkingar- og hæfnikröfur:

 • Víðtæk og farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Þekking og reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð
 • Frammúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagsfærni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
 • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
 • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Norðurþing er sveitarfélag á norðausturlandi sem varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Norðurþing er víðfemt sveitarfélag og þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.

Laun eru skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024 -  umsóknir sendist á nordurthing@nordurthing.is

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veitir Bergþór Bjarnason fjármálastjóri Norðurþings.
Fyrirspurnir má senda á netfangið nordurthing@nordurthing.is