Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna (SES)
Megináhersla félagsráðgjafar er að gæta velferðar og réttar barna í samfélaginu sem heild og innan fjölskyldunnar. Félagsþjónusta Norðurþings býður nú foreldrum upp á nýja þjónustu í formi námskeiðs undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna (SES). Er um að ræða sérhæfða skilnaðarráðgjöf til foreldra barna á tveimur heimilum sem vilja draga úr ágreiningi sín á milli við uppeldi barna.
13.05.2022
Tilkynningar