Stofnæð á Ásgarðsvegi fór í sundur og því er lágur þrýstingur á köldu vatni til heimila og fyrirtækja í öllum bænum. Unnið er að viðgerð sem lýkur ekki fyrr en seinnipartinn á morgun, föstudaginn 11. desember.
Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2021 var lögð fram til síðari umræðu á fundi 108. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 1.desember. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun 2022-2024.
Kynningarfundur um hugmyndir að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna fiskeldis að Núpsmýri.
Fyrirliggjandi skipulagshugmyndir ásamt umhverfisskýrslu verða kynntar á opnu húsi í Öxi í stjórnsýsluhúsi Norðurþings Bakkagötu 10 á Kópaskeri þriðjudaginn 8. desember kl. 17.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2020 að kynna meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði.
Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári. Viðskiptavinir OH hafa verið duglegir að skrá álestur á „mínum síðum“ og fjölgaði skráningum þar töluvert á milli ára. Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og það er hagur notenda að áætlun sé rétt þannig að reikningar taki mið af raunnotkun.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðausturlandi (SSNE) í samvinnu við fleiri, bjóða nú fyrirtækjum á sínu starfssvæði að taka þátt í Ratsjánni.