Samkomutakmarkanir hafa áhrif á líf okkar þessa dagana með einum eða öðrum hætti. Jólatréssamkomur eru fastur liður víða um land og vandséð hvernig hægt er að framkvæma þær með hefðbundnum hætti þetta árið.
En á tímum sem þessum eru allir lausnamiðaðir og sköpunargáfa mannfólksins brýst fram í okkur með það fyrir augum að þjappa okkur saman og gera þessa litlu hluti sem gera samfélög að þeim samheldnu einingum sem þau eru.
Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.
Miðvikudaginn 18.nóvember tóku í gildi nýjar reglur varðandi takmarkanir á skólastarfi og annarri starfsemi barna og ungmenna.
Helstu breytingar frá fyrri reglugerð eru eftirfarandi:
Kynning á tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík, breytingar aðalskipulags Norðurþings og tilfærslu skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku
Hefð er fyrir því að jólatré Húsavíkinga sé fengið úr heimagarði á Húsavík.
Líkt og í fyrra óskar umhverfisstjóri eftir tilnefningum frá eigendum grenitrjáa á Húsavík sem vilja, eða þurfa að losna við sitt tré. Valið verður úr tilnefndum trjám og um þau kosið hvaða tré fái að vera jólatré Húsavíkur þessi jól.
Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun stjórnsýsluhúsið á Húsavík verða opið frá 09:00-12:00 fyrir almenna móttöku. Frá 09:00 - 12:15 og 12:45 til 16:00 verður síminn 464 - 6100 opinn og hægt að senda tölvupóst á netfangið nordurthing@nordurthing.is