COVID-19: Opnunartími stjórnsýsluhússins á Húsavík
Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun eftirfarandi gilda um stjórnsýsluhúsið á Húsavík frá og með 25. mars:
Opnunartími verður óbreyttur eða frá 09:00-15:00 fyrir almenna móttöku
Umgangur um húsið verður þó lágmarkaður, bæði af gestum og starfsfólki
Við munum ekki hleypa utanaðkomandi inn í húsið nema í algjörum undantekningartilfellum en hægt verður að koma í móttökuna ef þess þarf. Starfsfólk mun eftir aðstæðum vinna sem mest heima fyrir, mismunandi þó eftir sviðum.
Grímuskylda er fyrir þá sem koma inn í húsið - gildir fyrir móttöku sem og inn á skrifstofur.
25.03.2021
Tilkynningar