Orkuveita Húsavíkur ohf. annast daglegan rekstur og viðhald vatns-, hita- og fráveitu sveitarfélagsins Norðurþings. Jafnframt annast Orkuveitan allt viðhald veitukerfanna, nýframkvæmdir og heimlagnir sem heyra undir Norðurþing.
Norðurþing stendur fyrir fjölskylduratleik í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Við hvetjum fjölskyldur til þess að njóta samverunnar og fara í skemmtilegan ratleik saman.
Þann 14. júní s.l. var haldinn kynningarfundur í íþróttahúsinu á Kópaskeri um skipulags- og umhverfismatsferli vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði sunnan Hófaskarðsleiðar.
Sveitarfélagið Norðurþing óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við gerð grjótvarnargarðs, lagningu jarðvegsdúks og fyllingu innan garðs í Suðurfjöru á Húsavík.
Í samræmi við ákvæði starfsleyfis kísilvers PCC BakkaSilicon, boðar Umhverfisstofnun til opins kynningarfundar um niðurstöður mengunareftirlits og umhverfisvöktunar þriðjudaginn 8. júní kl. 12:00.