Enor kynnir til sölu félagið Skúlagarður fasteignafélag ehf. Um er að ræða fallegt þriggja stjörnu hótel í Kelduhverfi við Öxarfjörð í fallegri náttúru.
Skíðavertíðin er senn á enda og síðasti opnunardagur í Reyðarárhnjúk er 1.maí næstkomandi. Lyftur verða opnar frá 13 – 17 og göngubrautir troðnar eins og venjulega.
Heilt yfir hefur veturinn gengið vel þrátt fyrir að covid heimsfaraldurinn hafi takmarkað opnunina að einhverju leyti. Til að mynda var ekki hægt að hafa opið um páskana hér sem annarstaðar sem er oftar en ekki sá tími sem nýttur er til skíðaiðkunar.
Hafnavörður/ Hafnsögumaður óskast á hafnir Norðurþings. Hafnir Norðurþings óskar eftir að ráða hafnavörð og hafnsögumann til starfa á höfnum sveitarfélagsins. Hafnir Norðurþings samanstanda af höfnum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Norðurþing hefur til ráðstöfunar 10 stangir til veiða í ánni í sumar og er íbúum Norðurþings boðið að senda inn ósk um veiðidaga í samræmi við bókun byggðarráðs frá 359. fundi þess, 15. apríl.
Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2020.
Sérstök athygli er vakin á því að allar umsóknir sem berast sjóðnum skulu sendar af viðkomandi íþróttafélagi/
deild eða samtökum sem sækir um fyrir hönd íþróttamanns.