Fara í efni

Fréttir

Skipulagslýsing fyrir hluta iðnaðarsvæðis á Bakka

Skipulagslýsing fyrir hluta iðnaðarsvæðis á Bakka

Á fundi sínum þann 20. nóvember s.l. samþykkti bæjarstjórn Norðurþings tillögu skipulags- og byggingarnefndar frá 14. nóvember  að skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir hluta iðnaðarsvæðis á Bakka.
22.11.2012
Tilkynningar
Mynd/northiceland.is

Opnun skíðalyftu í Skálamel

Skíðalyftan í Skálamel veður opin í dag, fimmtudag, frá kl. 13 til 18.  
22.11.2012
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Innkoma listamanna í fámenn samfélög

Málþing verður haldið á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn 28. nóvember n.k. kl. 17.00.  Hvaða tækifæri felast í því að listamenn kaupa upp yfirgefin hús, í litlum bæjarfélögum? Hvernig er hægt að nýta sér nærveru þeirra, bæjarfélaginu til framdráttar? 
21.11.2012
Tilkynningar
Stúlknakór Húsavíkur/mynd:Skarpur

Fjáröflunartónleikar Stúlknakórs Húsavíkur

Fjáröflunartónleikar Stúlknakórs Húsavíkur verða haldnir í sal Borgarhólsskóla, miðvikudaginn  21. nóvember  kl 18:00. Aðgangseyrir 1000 kr. Frítt fyrir börn.
21.11.2012
Tilkynningar
Skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag Dettifossvegar

Skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag Dettifossvegar

Á fundi sínum þann 25. október s.l. samþykkti bæjarstjórn Norðurþings tillögu skipulags- og byggingarnefndar frá 17. október að skipulags- og matslýsingu deiliskipulags fyrir Dettifossveg innan Vatnajökulsþjóðgarðs í Norðurþingi.
12.11.2012
Tilkynningar
Sorphreinsun - leiðrétting

Sorphreinsun - leiðrétting

Í gær voru íbúar í norðurhluta beðnir um að moka frá tunnum eftir að veður gengi niður. Hið rétta er að íbúar í suðurbænum þyrftu að moka frá tunnum vegna væntanlegrar sorphreinsunar þessa helgi. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
03.11.2012
Tilkynningar
Tilkynning frá Sorpsamlagi Þingeyinga

Tilkynning frá Sorpsamlagi Þingeyinga

Búast má við að sorphirða í norðurhluta bæjarins falli niður á morgun vegna veðurs, athugað verður með hreinsun á sunnudag. Íbúar  eru beðnir um að moka frá tunnum eftir að veðri slotar.
02.11.2012
Tilkynningar
Íbúafundir á Húsavík og Kópaskeri

Íbúafundir á Húsavík og Kópaskeri

Sýslumaðurinn á Húsavík, almannavarnanefnd Þingeyinga, Viðlagatrygging Íslands, Veðurstofa Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjórans boða til íbúafunda vegna skjálftavirkni á Norðurlandi. Fundirnir verða þriðjudaginn 30. október. Á Húsavík verður fundurinn kl 17:30 á Fosshóteli, Ketilsbraut 22 og á Kópaskeri verður fundur kl 21:00 á Skjálftasetrinu Akurgerði 6.
30.10.2012
Tilkynningar
Kynningarbæklingur um jarðskjálfta

Kynningarbæklingur um jarðskjálfta

Kynningarbæklingi um varnir og viðbrögð við jarðskjálftum verður í dag dreift á öll heimili á Húsavík, Reykjahverfi, Tjörnesi og Þingeyjarsveit suður að Vestmannsvatni og Gvendarstöðum.
25.10.2012
Tilkynningar
Truflanir á sambandi við skiptiborð Norðurþings

Truflanir á sambandi við skiptiborð Norðurþings

Vegna viðgerðar á raflínu Rarik, nánar til tekið Kópaskerlínu, sem er afleiðing af óveðri í september sl. má búast við truflunum í dag og á morgun á símasambandi við skiptiborð Norðurþings vegna tímabundins rafmagnsleysis.
25.10.2012
Tilkynningar
Næsti fundur bæjarstjórnar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Næsti fundur bæjarstjórnar Norðurþings verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík þann 23. október n.k. og hefst hann klukkan 16:15.  Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
17.10.2012
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fer þann 20. október 2012, er hafin við embætti sýslumannsins á Húsavík.
10.10.2012
Tilkynningar