Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.
Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur ótímabundinn samningur með 6 mánaða uppsagnafresti við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni um leigu á húsnæði vegna tómstundastarfs.
Fjölskylduráð staðfestir fyrirlagðan samning.
2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202412047Vakta málsnúmer
Jón Helgi Pálmason sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings vegna ljósmyndasýningar í Óskarsbragganum á Raufarhöfn í april 2025. Sótt er um styrkinn til að fjármagna efniskostnað sýningarinnar sem felur í sér meðal annars, prentun á ljósmyndum og rammagerð úr rekavið frá svæðinu.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja ljósmyndasýningu í Óskarsbragganum um 80.000 kr.
3.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2023
Málsnúmer 202401021Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umræðu sinni frá síðasta fundi vegna endurskoðunar á reglum afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að uppfæra reglur afreks- og viðurkenningarsjóðs til samræmis við umræður á fundi og leggja fyrir ráðið að nýju.
4.Útboð skólaaksturs 2025-2029
Málsnúmer 202412036Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar útboð skólaaksturs 2025-2029.
Fjölskylduráð samþykkir að fara í útboð á skólaakstri 2025 - 2029 og að endurskoða viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.
5.Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda.
Málsnúmer 202411073Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur yfirmatráðs og skólastjóra Borgarhólsskóla um breyttar áherslur og útfærslur á morgunverði fyrir nemendur í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð heldur umfjöllun sinni áfram á næsta fundi.
6.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir tilnefning M-lista í stýrihóp um endurskoðun skólastefnu Norðurþings og gerð læsisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Fjölskylduráð samþykkir tilnefningu M-lista að Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir verði fulltrúi í stýrihópnum.
7.Betri leikskóli
Málsnúmer 202410009Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs um Betri leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 2.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 3 og 4.
Mikael Þorsteinsson yfirmatráður í mötuneyti Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 5.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, Arna Ósk Arnbjörnsdóttir, deildarstjóri leikskólans í Lundi og Ann-Charlotte Fernholm, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir lið 7.