Fara í efni

Ertu að flytja í Norðurþing?

Stjórnsýsla

Bæjarskrifstofur

Húsavík:
Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík. 
Opnunartími: mánudaga – fimmtudaga 09:00 - 15:00  og föstudaga 09:00 - 13:00
Sími: 464 6100 
 
Kópaskeri:
Bakkagata 10, 670 Kópasker
Opnunartími: mánudaga – fimmtudaga 09:00 - 15:00  og föstudaga 09:00 - 13:00
Sími: 464-9802
 
Raufarhöfn:
Aðalbraut 2, 675 Raufarhöfn
Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 09:00 til 15:45.
Sími: 464-9850
 
Á þessum stöðum fer fram megin hluti allrar skrifstofustarfsemi sveitarfélagsins. Hlutverk starfseminnar er fyrst og fremst að veita íbúum og stofnunum sveitarfélagsins þjónustu ásamt því að vera tengiliður við fyrirtæki og stofnanir innan og utan sveitarfélagsins. 

Flutningstilkynning 

Flutning skal tilkynna rafrænt á skra.is 

Nýbyggingar og aðrar byggingaframkvæmdir

Allar upplýsingar um byggingaframkvæmdir veitir Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi. 
Sími: 464 6100 
 

Sorpflokkun

Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi. Þar er notast við þriggja tunnu flokkunar kerfi. Á Húsavík er opið fyrir móttöku sorps frá almenningi og fyrirtækjum virka daga frá kl.13:00 til 17:00 og á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00.
Stöðin er staðsett að Víðimóum sem er rétt sunnan við Húsavíkurbæ.
 
Sorpflokkun í Kelduhverfi, Öxarfirði, Melrakkasléttu og á Raufarhöfn er þannig háttað að  Sel sf. á Kópaskeri sér um sorphirðu á því svæði.  Um er að ræða endurvinnsluflokkun þar sem heimilissorpi er plasti og pappír er flokkað í sitthvora tunnuna en almennu sorpi í sértunnu. Lífrænn úrgangur er ekki flokkaður. 
 

Menntun

Leikskólar 

 

Norðurþing rekur leikskólann Grænuvelli á Húsavík og samrekna leik- og grunnskóla í Öxarfjarðarskóla (ásamt leikskóladeild á Kópaskeri) og Grunnskóla Raufarhafnar. Í leikskólunum  eru nemendur á aldrinum eins til sex ára. Miðað er við að öll börn komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða eins árs. Smelltu hér til að nálgast umsóknareyðublað fyrir leikskóla.
 

Grunnskólar

Í Norðurþingi eru reknir þrír heildstæðir grunnskólar, Borgarhólsskóli á Húsavík, Öxarfjarðarskóli og Grunnskóli Raufarhafnar.
 
Skóladagurinn hefst kl. 8:15 en skóladagur nemenda er mislangur sbr. Aðalnámskrá grunnskóla. Mötuneyti eru starfrækt í öllum skólunum.
 
Borgarhólsskóli  er fjölmennasti skólinn, hann varð til við sameiningu Barnaskóla Húsavíkur og unglingadeilda Framhaldsskóla Húsavíkur árið 1992. Borgarhólsskóli þjónar nemendum frá Húsavík og úr Reykjahverfi.
 
Nemendum í 1. til 4. bekk býðst lengd viðvera í frístund. Frístund er opin alla virka daga frá lokum skóladags, til kl. 16:00.
Upplýsingar um Frístund

Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Húsavíkur er starfræktur innan grunnskólaeininga sveitarfélagsins á Húsavik, í Öxarfirði og á Raufarhöfn. Tónlistarskólinn þjónar öllum sem sækjast eftir tónlistarnámi, hvort sem það eru börn á  skólaaldri eða fullorðnir. Skólinn hefur um árabil haft þá stefnu að nemendur sæki sínar kennslustundir við skólann á hefbundnum skólatíma, en ekki eftir lok skóladags.

Bókasöfn

Þrjú bókasöfn eru starfrækt í Norðurþingi. Bókasafnið á Húsavík, Bókasafn Öxarfjarðar og Bókasafnið á Raufarhöfn. Menningarmiðstöð Þingeyinga rekur bókasöfnin í Norðurþingi, Nánar um bókasöfnin.

Framhaldsskóli

Á Húsavík er starfræktur Framhaldsskóli. Framhaldsskólinn á Húsavík var stofnaður 1.apríl 1987 og settur í fyrsta sinn 15. september sama ár. Skólinn er öllum opinn og leggur áherslu á að þjóna íbúum í Þingeyjarsýslum. Auk þess er boðið upp á fjarnám við skólann.  Eins og aðrir framhaldsskólar á landinu er hann heyrir rekstur hans undir Menntamálaráðuneytið.

Háskólanám – Þekkingarnet 

Þekkingarnet Þingeyinga www.hac.is, er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðal aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.
 

Þekkingarnetið fékk styrk úr Þróunarsjóði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til að vinna að íbúahandbók.

Efnið má nálgast sem pdf. skjal sem hægt er að prenta eða skoða í rafrænu formi á heimasíðu Þekkingarnetsins. Eins er rafræn útgáfa handbókarinnar tiltæk á vef Þekkingarnets.

Húsavík:
Höfuðstöðvar í Þekkingarsetrinu á Húsavík, Hafnarstétt 3. Háskólanámsver með sólarhringsaðgengi, 3 fjarfundabúnaðir, kennslustofur, lesrými, vinnuaðstaða fyrir 8-10 (auk starfsmanna annarra stofnana).
 
Raufarhöfn:
Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða í ráðhúsinu á Raufarhöfn.
 
Kópasker:
Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða í skólahúsinu á Kópaskeri.

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri, unak.is, er einungis í klukkustundar akstursfjarlægð frá Húsavík og því auðvelt fyrir íbúa Norðurþings að stunda nám við skólann. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun leiðin til Akureyrar styttast verulega og gera þennan valkost enn fýsilegri.

Íþrótta- og tómstundastarf

Fjölmörg íþrótta- og ungmennafélög eru starfandi innan sveitarfélagsins.  Félögin eru:  Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbburinn Gljúfri, hestamannafélögin Feykir og Grani, Íþróttafélagið Völsungur, skákfélagið Huginn, Skotfélag Húsavíkur, Ungmennafélag Öxfirðinga og ungmennafélögin Austri, Snörtur, Leifur heppni og Reykhverfungur.  Öll þessi félög eru innan vébanda Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ).
 
Í Norðurþingi eru reknar þrjár félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga sem sinna fjölbreyttu tómstundastarfi yfir vetrarmánuðina.
Fjórar sundlaugar eru í Norðurþingi. Þær eru í Heiðabæ, á Húsavík, á Raufarhöfn og í Lundi.

Heilsugæsla

Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur þrjár starfsstöðvar í Norðurþingi. Þær eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Afgreiðslutími er virka daga á milli 08:00 og 16:00 og sími er 464-0500.

Menning

Sveitarfélagið leggur áherslu á að styðja við og hvetja til sjálfsprottins menningarstarfs. í Norðurþingi er lifandi og fjölbreytt menningarlíf. Leikhús- og tónlistarhefð er ríkjandi frá fornu fari. Þar er fyrirferðarmest starfsemi Leikfélags Húsavíkur.
 
Allir þrír þéttbýliskjarnar sveitarfélagsins hafa sína bæjarhátið á ári hverju. Mærudagar eru á Húsavík, Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri og Menningarvika á Raufarhöfn. Auk þess eru aðrir árvissir viðburðir í sveitarfélaginu eins og Hrútadagurinn á Raufarhöfn og Menningar- og markaðsdagur í Öxarfirði.
 
Nokkur söfn og sýningar eru í sveitarfélaginu. Byggðasafn Norður-Þingeyinga er staðsett við Kópasker, Safnahúsið á Húsavík, Hvalasafnið á Húsavík og Skjálftasetrið á Kópaskeri og Könnunarsögusafnið á Húsavík.
 
Lista- og menningarsjóður Norðurþings styrkir lista- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi. Styrkveitingar fara fram í mars og október á ári hverju.

Húsnæði og heimili

Leiguhúsnæði

Norðurþing á og rekur þó nokkuð af íbúðum. Allar eru nýttar í félagslegt úrræði. Hægt er að óska eftir íbúð til leigu í gegnum félagsþjónustu eða með umsókn um leiguhúsnæði.
 
Í Norðurþingi kemur vikulega út dagskrárblaðið Skráin, þar sem eru auglýstar íbúðir til leigu og sölu.
Ein fasteignasala er á Húsavík - Lögeign.

Hitaveita – Fráveita – Rafmagn

RARIK sér um deifingu á rafmangi í Norðurþingi, en hægt er að kaupa rafmagn af e.h. af þeim orkusöluaðilum  sem eru á raforkumarkaði.
Hitaveita og fráveita eru í eigu Orkuveitu Húsavíkur sími 464-0900. Verkstjóri Orkuveitu Húsavíkur er Jón Friðrik Einarsson sími 686-9449. Upplýsingar um reikninga og álestur veitir Birna Björnsdóttir í síma 464-9850, netfang birna@nordurthing.is 

Sími

Hægt er að flytja með sér gamla númerið sitt milli landshluta, hafa skal samband við viðkomandi þjónustuaðila á hverjum stað til að láta flytja númerið.

Almenningssamgöngur

Strætó sér um áætlunarferðir milli staða á Norðurlandi, sjá heimasíðu Strætó.
 
Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur.  Flugvöllurinn er staðsettur í Aðaldal í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Nánar um flugáætlun til Húsavíkur á vef Ernis www.ernir.is/aaetlunarflug/husavik/.

Aldraðir

Starfandi eru félög eldri borgara á Húsavík og í sveitunum austur til Raufarhafnar. Ýmis þjónusta er í boði svo sem heimsending á mat í hádeginu, heimaþjónusta, dagvist og fleira.
 
Í Norðurþingi eru rekin dvalarheimili fyrir Aldraða á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn en til viðbótar þeim eru á Húsavík íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Nánari upplýsingar um dvalarheimili er að finna á vef Dvalarheimilis aldraðra, Hvammi.

Skrifstofur stéttarfélaganna 

Framsýn stéttarfélag er lang stærsta stéttarfélagið á starfssvæði Norðurþings, einnig eru fleiri stéttarfélög aðilar að skrifstofu Framsýnar en hér má sjá heimasíðu Framsýnar.

Ýmis þjónusta

Embætti Sýslumanns á Norðurlandi eystra er með skrifstofu á Húsavík.  Nánar um opnunartíma og þjónustu er að finna á vef embættisins.