Ratleikur Norðurþings var haldinn í fimmta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Settir voru upp skemmtilegir fjölskylduratleikir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Yfir þrjátíu þátttakendur tóku þátt og skiluðu þeir svörum inn rafrænt.
Norðurþing stendur fyrir fjölskylduratleik í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Við hvetjum fjölskyldur til þess að njóta samverunnar og fara í skemmtilegan ratleik saman. Ratleikir eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og hér má finna fyrstu vísbendingar.