Fara í efni

Fréttir

Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Mærudagar: Uppfærð dagsetning!

Mærudagar 2025 munu fara fram á hefðbundunum tíma eða síðustu helgina í júlí (25. – 27.07.2025.)
10.02.2025
Tilkynningar
Menningarspjall á Gamla Bauk

Menningarspjall á Gamla Bauk

Komum saman til að ræða nútíð og framtíð menningar í Norðurþingi og nærliggjandi byggðarlögum. Menningarspjallið fer alltaf fram þriðja fimmtudag í mánuði. Næsta menningarspjall verður 20. febrúar kl. 12:00 á veitingastaðnum Gamla Bauk.
10.02.2025
Tilkynningar
The multicultural representative of Norðurþing in Borgarhólsskóli - Fjölmenningarfulltrúi í Borgarhó…

The multicultural representative of Norðurþing in Borgarhólsskóli - Fjölmenningarfulltrúi í Borgarhólsskóla

Fjölmenningarfulltrúi sveitarfélagsins Norðurþings, Nele Marie Beitelstein, mætir í Grunnskólann/ Borgarhólskóla á Húsavík til fundar annan fimmtudag í mánuði frá 14:00 – 15:00.
06.02.2025
Tilkynningar
Nú er hægt að bóka tíma!

Nú er hægt að bóka tíma!

Kæru íbúar, nú er hægt að bóka tíma hjá einstökum starfsmönnum á skrifstofu sveitarfélagsins. Til að bóka tíma þarf einfaldlega að smella á BÓKA TÍMA hnappinn á forsíðu www.nordurthing.is.
04.02.2025
Tilkynningar
Mynd: unsplash/TC

Nýr opnunartími bókasafnsins á Kópaskeri

Nýr opnunartími verður á Bókasafni Norðurþings á Kópaskeri frá og með 4. febrúar 2025. Nýr opnunartími er: Þriðjudaga og fimmtudaga 13:00 - 17:00 og annan laugardag í mánuði er opið frá 11:00-15:00
03.02.2025
Tilkynningar
Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Norðurþing, PCC völlurinn – Endurnýjun gervigrass

Norðurþing óskar eftir tilboðum í verkið Norðurþing, PCC völlurinn – Endurnýjun gervigrass. Verkið felur í sér útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass á keppnisvelli sveitarfélagsins á Húsavík. Í verkinu felst jafnframt upprif á eldra grasi og fyllingu, niðurlögn heildarkerfis og merking vallar ásamt nýjum mörkum, hornfánum og tilheyrandi festingum
28.01.2025
Tilkynningar
Kynning tillögu á vinnslustigi vegna breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna verslunar- og þjónust…

Kynning tillögu á vinnslustigi vegna breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág og nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 14.01.2025 að kynna tillögu á vinnslustigi vegna breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna verslunar- og þjónustsvæðis við Aksturslág og nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág á Húsavík. Kynningin er unnin skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.01.2025
Tilkynningar
Kynning tillögu á vinnslustigi vegna endurskoðunar deiliskipulags við Stórhól – Hjarðarholt.

Kynning tillögu á vinnslustigi vegna endurskoðunar deiliskipulags við Stórhól – Hjarðarholt.

Skipulags- og framkvæmdarráð samþykkti á fundi sínum 14.01.2025 að kynna tillögu á vinnslustigi vegna endurskoðunar á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Stórhóls – Hjarðarholts á Húsavík. Kynningin er unnin skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.01.2025
Tilkynningar

Norðurþing auglýsir eftir verktaka til að sinna dýraeftirliti

Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér dýraeftirlit í Norðurþingi samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald og samþykkt um fiðurfé.
23.01.2025
Tilkynningar
Útboð - Tæming rotþróa í Norðurþingi 2025-2030

Útboð - Tæming rotþróa í Norðurþingi 2025-2030

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Tæming rotþróa í Norðurþingi 2025-2030
22.01.2025
Tilkynningar
Húsavík 21.janúar 2025

Snjómokstur

Mikið hefur snjóað í Norðurþingi síðustu daga. Verktakar vinna nú hörðum höndum við snjómokstur svo íbúar komist ferða sinna  Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum tillitsemi á meðan sú vinna stendur yfir.
21.01.2025
Tilkynningar