Fara í efni

Fréttir

Reglur um ritun og varðveislu fundargerða hjá Húsavíkurbæ

Þann 15.janúar s.l. samþykkti bæjarráð Húsavíkurbæjar nýjar reglur um ritun, form og varðveislu fundargerða hjá Húsavíkurbæ. Helstu breytingarnar eru þær að nú er heimilt að rita fundargerðir í tölvu, þó skal fært til gerðabókar númer fundar, hvar og hvenær fundur er haldinn og þess getið að fundargerðin sé tölvuskráð. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt bæjarráðs, þann 20. janúiar 2004.
21.01.2004
Tilkynningar

Opnunartímar í skíðamannvirkjum á meðan færi er gott

STALLAR:                                                      SKÁLAMELUR:  Virkir dagar              16:00 – 19:00                    Virkir dagar               14:00 – 18:30 Föstudaga til                         21:00 (lokað mánudaga)                                      (þriðjud. og fimmtud.)        14:00 – 20:45 Helgar                       13:00 – 17:00             Helgar                              11:00 – 17:00  Sími í Stöllum : 464-1912                              Sími í Skálamel: 464-1873  Opnunartímar eru háðir veðurfarslegum aðstæðum.                              Skíðaráð Völsungs og Húsavíkurbær.
19.01.2004
Tilkynningar

Málefni sparisjóðanna

Á fundi bæjarráðs 15. jan. s.l. var tekið fyrir erindi Sambands íslenska sparisjóða þar sem farið er fram á stuðning sveitarfélagsins við sparisjóðina í þeirri baráttu að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll þeirra. Samþykkti bæjarráð eftirfarndi bókun um málið:
16.01.2004
Tilkynningar

Íbúaþing

Á fundi Skipulags – og byggingarnefndar þann 13. janúar var ákveðið að stofna vinnuhóp vegna undirbúnings íbúaþings í  Húsavíkurbæ sem áætlað er að halda í lok febrúar n.k. Íbúaþingið er haldið skv. ákvörðun bæjarstjórnar að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.  
14.01.2004
Tilkynningar

Viðurkenningar til Íslandsmeistara 2003

Árið 2003 samþykkti Tómstundanefnd Húsavíkurbæjar að heiðra þá einstaklinga og félög í Húsavíkurbæ sem næðu að vinna Íslandsmeistaratitil það ár. Í lok árs kom í ljós að mjög margir höfðu unnið það afrek. Meistaraflokkur ÍF Völsungs í knattspyrnu varð Íslandsmeistari í 2.deild og leika því í 1. deild árið 2004. Sami flokkur varð einnig Íslandsmeistari í 1.deild í innanhúss knattspyrnu.  Þá varð 2. flokkur í knattspyrnu Íslandsmeistari. Frjálsíþróttadeild Völsungs eignaðist fjóra Íslandsmeistara á árinu en fimm titla.  Bridgefélag Húsavíkur eignaðist Íslandsmeistara í tvímenningi, yngri spilara og Mótorsportklúbbur Húsavíkur eignaðist Íslandsmeistara í snowcrossi, unglinga. Framtíðarafreksmenn ?
13.01.2004
Tilkynningar

Litadýrð himins í skammdeginu.

23.12.2003
Tilkynningar

Hluthafafundur í "stóra rækjufélaginu"

 Í dag var haldinn hluthafafundur í nýja rækjufélaginu sem stofnað var á grunni samkomulags Vísis hf. og Húsavíkurbæjar þar sem bærinn seldi hlut sinn í FH og lagði hluta söluverðsins í hið nýja félag. Á fundinum var ákveðið nýtt nafn á félagið – Íshaf hf. – og jafnframt ákveðið að heimila stjórn þess að auka hlutafé félagsins í allt að 1.500 millj. Hluthafafundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð; Pétur Pálsson, Jakob Bjarnason, Þráinn Gunnarsson, Elfar Aðalsteinsson og Benedikt Jóhannsson. Í varastjórn eiga sæti þeir Andrés Óskarsson og Haukur Björnsson. Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra Íshafs hf. og í starfið ráðinn Bergsteinn Gunnarsson, vél- og rekstrartæknifræðingur.
09.12.2003
Tilkynningar

Skólamáltíðir í Borgarhólsskóla

Á fundi Fræðslunefndar þann 2. desember s.l. var lögð fram skýrsla starfshóps sem farið hefur yfir það fyrirkomulag sem verið hefur á skólamáltíðum í Borgarhólsskóla undanfarin ár. Fræðslunefnd fjallaði um skýrsluna og samþykkti bókun um áframhald málsins. Borgarhólsskóli
08.12.2003
Tilkynningar

Fallegur morgunroði yfir Húsavík

Stutt er síðan þessi fallega mynd var tekin á Húsavík. Litbrigði þau sem fyrir augu bar þennan morgunn voru slík að myndavélin var sótt og niðurstaðan birt hér.
01.12.2003
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun afgreidd við fyrri umræðu

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar og stofnana og fyrirtækja fyrir 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 voru afgreiddar við fyrri umræðu í bæjarstjórn 25. nóv. s.l. Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar kr. 1.154.324 þús. og hækka um kr. 30.234 þús. eða 2,7% frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Heildarrekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð kr. 1.070.678 þús. og hækka um kr. 753  frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Þar af eru reiknaðar afskriftir kr. 134.679 þús. Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr. 168.751 þús. þar af reiknaðar verðbætur og gengismunur kr. 72.744 þús. Tap ársins er því áætlað kr. 85.105 þús. Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 122.318  þús. eða 10,6% af tekjum.
28.11.2003
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Á fundi bæjarráðs í gær, 18. nóvember, var ákveðið að vísa fjárhagsáætlun fyrir árin 2004 - 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þá var tillögum að gjaldskrám fyrirtækja bæjarins, sem gildi eiga að taka 1. janúar 2004, einnig vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fundur Bæjarstjórnar þar sem þetta verður tekið fyrir er áætlaður 25. nóvember næstkomandi.
19.11.2003
Tilkynningar