Fara í efni

Fréttir

Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003-2007

Á fundi bæjarráðs þann 14.maí s.l. var samþykkt Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007. Um er að ræða fyrri hluta í vinnu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins en stefnumótunin var m.a. unnin af sameiginlegum hópi starfsmanna og bæjarfulltrúa fyrr á þessu ári.
04.06.2003
Tilkynningar

Endurnýjun ráðningarsamnings við Reinhard Reynisson bæjarstjóra

  Bæjarstjórn hefur endurnýjað ráðningarsamning við Reinhard Reynisson bæjarstjóra og gildir nýr samningur út núverandi kjörtímabil bæjarstjórnar. Á samningnum, sem  byggir á eldri ráðningarsamningum við bæjarstjóra á Húsavík, eru gerðar ákveðnar breytingar. Laun bæjarstjóra skv. hinum nýja samningi hækka úr kr. 495 þús. í 595 þús. eða um 20% og eru eftir þá breytingu, sem gildir frá 1. jan. 2003, sambærileg því sem gerist hjá sveitarfélögum af þessari stærð. Á ráðningartímanum taka launin breytingum skv. launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands, en í eldri samningi tóku þau breytingum skv. launatöflu Starfsmannafélags Húsavíkurbæjar. Biðlaunaréttur er sex mánuðir, eins og almennt gerist í sambærilegum samningum, í stað þriggja í eldri samningi. Þá fellur niður greiðsla vegna heimasíma bæjarstjóra. Að öðru leyti er nýr samningur efnislega samhljóða þeim ráðningarsamningum sem gerðir hafa verið við bæjarstjóra hér á Húsavík a.m.k. allt frá 1990.
23.05.2003
Tilkynningar

Rekstur bæjarins jákvæður um rúmar 207 milljónir

  Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2002 verða teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, en gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram n.k. þriðjudag, 27. maí. Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.141.601 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 980.492 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 161.109 þús. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 45.943 þús. Rektrarniðurstaða ársins var því jákvæð um kr. 207.052 þús. en áætlanir höfðu gert ráð fyrir smávægilegum halla á rekstrinum.
20.05.2003
Tilkynningar

Góðir gestir í heimsókn.

Á dögunum heimsóttu stjórnendur flugvallarins í Álaborg okkur heim, en eins og kunnugt er þá er Álaborg vinabær okkar. Formaður stjórnarinnar er Henning G. Jensen borgarstjóri þar. Stjórnin var í kynnisferð á Íslandi og að mati stjónarformannsins var ófært annað en að heimsækja “vores venner i Húsavík” eins og hann orðaði það. Hópurinn danski, sem heimsótti Húsavík á dögunum.
12.05.2003
Tilkynningar

Ruslið burt úr bænum.

Margar hendur vinna létt verk. Þetta sannaðist heldur betur í gærmorgun þegar nokkrir starfsmenn Stjórnsýsluhússins tóku sig til og hreisuðu upp rusl við vinnustaðinn sinn. Þeir vija hvetja alla bæjarbúa til að fylgja þeirra fordæmi. Allt rusl vetrarins hyrfi fljótt og vel úr bænum, að minnsta kosti við vinnustaði og hús bæjarbúa.
08.05.2003
Tilkynningar

Vortónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur

Nú er komið að hinum árvissu vortónleikum Tónlistarskóla Húsavíkur. Þetta er uppskeruhátíð nemenda og kennara skólans og verða tónleikarnir að þessu sinni tíu talsins og þeir fyrstu haldnir föstudaginn 9. maí n.k.
07.05.2003
Tilkynningar

Kynningarfundur um polyolverksmiðju í dag

 Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boða til kynningarfundar um polyolverksmiðju  á Húsavík og verður hann haldinn á Fosshótel Húsavík í dag, þriðjudag, kl. 1700. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, mun flytja ávarp.
29.04.2003
Tilkynningar

Götulýsingar við sveitabæi.

Á fundi sínum 22. apríl sl.. staðfesti bæjarstjórn Húsavíkur tillögu Framkvæmdanefndar að: Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að sveitabæjum í Húsavíkurbæ. Hér er um að ræða styrkveitingu til að koma upp götulýsingu á heimreiðum að sveitabæjum. Upphaf málsins er erindi frá Atla Vigfússyni á Laxamýri. Styrkur sem greiddur er til verksins er kr. 50.000 til að koma upp einum ljósastaur niður við veg. Auk þess er greitt ákveðið gjald fyrir rafstreng. Gert er ráð fyrir að bændum í bænum verði kynnt málið í sumar.
25.04.2003
Tilkynningar

Breytt tilhögun hafnarframkvæmda

Á dögunum samþykkti Hafnarnefnd breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant inna á Bökugarð. Skv. fyrri áætlunum var gert ráð fyrir 150 langri viðlegu með allt að 10 metra dýpi. Við nánari skoðun á náttúrulegum aðstæðum á svæðinu kemur í ljós að unnt er að ná allt að 12 metra dýpi við kantinn með dýpkunarframkvæmdum. Í grófum dráttum þýðir þetta að í ár verður dýpkað í 10 metra, eins og ráðgert var í upphafi, ásamt því að sprengja og efnisskipta í skurði fyrir þilið. Efni í stálþilið verður síðan boðið út undir lok árs. Næsta sumar verður þilið rekið niður, fyllt að því og kantbiti og pollar steyptir. 2005 verður framkvæmdum lokið með steyptri þekju, lögnum og lýsingu.
17.04.2003
Tilkynningar

Opnun tilboða í Hafnarveg frá Naustagili að Norðurgarði

Tilboð í verkið Hafnarvegur Húsavík (859), Norðausturvegur - Norðurgarður 03-029 voru opnuð 14.apríl.
16.04.2003
Tilkynningar

Mótun fjölskyldustefnu

Húsvíkingar taka virkan þátt í mótun fjölskyldustefnu sveitarfélagsins. Fyrstu handritsdrög send stofnunum, nefndum og sviðsstjórum til frekari vinnslu og yfirferðar.
16.04.2003
Tilkynningar

Nýr vefur Húsavíkurbæjar

Nýr vefur Húsavíkurbæjar var opnaður með formlegum hætti þann 2.apríl s.l. að viðstöddum starfsmönnum og gestum.
04.04.2003
Tilkynningar