Ávarp bæjarstjóra
Kæri lesandi!
Mér er það mikil ánægja að geta boðið þig velkominn
á nýja heimasíðu Húsavíkurbæjar. Hér er að finna helstu upplýsingar um uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélagsins
ásamt samþykktum, reglugerðum, gjaldskrám og öðru sem að starfsemi sveitarfélagsins lýtur. Fundargerðir birtast hér jafnóðum
ásamt tilkynningum og fréttum af starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru upplýsingar um kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum og
einnig um starfsmenn sveitarfélagsins. Allt er þetta hugsað til að auðvelda aðgengi íbúa og annarra að þeim aðilum sem þeir þurfa
að eiga samskipti við.
02.04.2003
Tilkynningar