Fara í efni

Fréttir

Ávarp bæjarstjóra

Kæri lesandi! Mér er það mikil ánægja að geta boðið þig velkominn á nýja heimasíðu Húsavíkurbæjar. Hér er að finna helstu upplýsingar um uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélagsins ásamt samþykktum, reglugerðum, gjaldskrám og öðru sem að starfsemi sveitarfélagsins lýtur. Fundargerðir birtast hér jafnóðum ásamt tilkynningum og fréttum af starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru upplýsingar um kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum og einnig um starfsmenn sveitarfélagsins. Allt er þetta hugsað til að auðvelda aðgengi íbúa og annarra að þeim aðilum sem þeir þurfa að eiga samskipti við.
02.04.2003
Tilkynningar

Auglýst hefur verið eftir tilboðum

Vegagerðin á Norðurlandi eystra og Húsavíkurbær hafa auglýst eftir tilboðum í veginn fyrir neðan "Bakkann", frá Naustagili og norður að Kísilskemmu.
02.04.2003
Tilkynningar

Þingeysk sveitarfélög urðu fyrir valinu

Í dag voru niðurstöður forvals í samkeppni um "Rafrænt samfélag" tilkynntar. Alls bárust Byggðastofnun 13 umsóknir í forvali samkeppninnar og valdi nefnd skipuð af iðnaðarráðherra verkefni fjögurra byggðarlaga til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni. Ein af þeim fjórum umsóknum sem áfram komust var sameiginleg umsókn Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar. Hin þrjú byggðalögin sem urðu fyrir valinu voru Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus sem sóttu um saman.
17.03.2003
Tilkynningar