Um er að ræða tvær 100% stöður, vinnutími 8:00-16:15 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst. Auk þess eru lausar tvær 100% stöður í nóvember. Leikskólinn Grænuvellir er átta deilda leikskóli með um 160 börn. Uppeldisstefna leikskólans er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru m.a læsi, snemmtæk íhlutun, útikennsla, leikur og STEM.
Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja og starfrækja öflugt og metnaðarfullt skólamötuneyti í samvinnu við skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur.
Norðurþing auglýsir starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings laust til umsóknar.
Rekstrarstjóri hafna sinnir starfi sínu bæði á skrifstofu og á hafnarsvæðum og heyrir viðkomandi undir sveitarstjóra Norðurþings sem jafnframt er hafnastjóri.
Norðurþing mun frá 1. september bjóða forráðamönnum barna á aldrinum 12-24 mánaða heimgreiðslur. Heimgreiðslur eru hugsaðar sem úrræði til að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs þar til barni býðst leikskólapláss.
25% starf umsjónaraðila lengrar viðveru í Grunnskóla Raufarhafnar er laust til umsóknar. Um er að ræða 9 mánaða ráðningu frá 1. september til 31. maí. Vinnutími er á milli kl. 14 og 16 virka daga. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi.
Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum endurskoðaðar starfsreglur leikskóla. Helstu breytingar á reglunum eru að nú býðst starfsfólki leikskóla 50% afsláttur af leikskólagjöldum og það, ásamt læknum, eru í forgangi um leikskólapláss. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér starfsreglurnar.