Fara í efni

Laus störf

Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla

Lundarkot er leikskóladeild innan Öxarfjarðarskóla sem staðsettur er í Lundi við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með tæplega 60 nemendur skólaárið 2025-2026, þar af 20 börn í leikskóladeild. Leikskóladeild skólans er innanhúss í grunnskólanum og starfar í anda jákvæðs aga og uppeldisstefnu Johns Dewey. Samstarf er milli leik- og grunnskóla. Leitað er eftir þremur leikskólakennurum í 100% stöður sem þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst.
21.05.2025
Störf í boði

Laus tímabundin staða fjölmenningarfulltrúa

Norðurþing auglýsir eftir fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs frá 1. júlí 2025 til 1. júní 2026. Starfshlutfall allt að 50%.
21.05.2025
Störf í boði

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Um er að ræða samkennslu árganga í þremur deildum; yngri (1.-4.b), miðdeild (5.-7.b) og unglingadeild (8. - 10.b)
21.05.2025
Störf í boði

Laus staða ráðgjafa í félagsþjónustu

Norðurþing auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 5. ágúst 2025.
12.05.2025
Störf í boði

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Vík íbúðakjarna

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Vík íbúðakjarna. Um er að ræða tímabundið starf vegna afleysinga til 3 mánaða, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
09.05.2025
Störf í boði
Vinnuskóli 2025

Vinnuskóli 2025

Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin 2010, 2011 og 2012 , það er að segja þeir sem eru að ljúka 7., 8. og 9. bekk.
06.03.2025
Störf í boði
Sumarstarf Orkuveita Húsavíkur ohf.

Sumarstarf Orkuveita Húsavíkur ohf.

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu fólki í skemmtilegt sumarstarf á orkumiklum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fjölbreytt starf bæði inni og úti.
03.03.2025
Störf í boði
Sumarstörf í Norðurþingi 2025

Sumarstörf í Norðurþingi 2025

Norðurþing auglýsir fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf laus til umsóknar.
26.02.2025
Störf í boði