Sorphirða á Húsavík er að öllu jöfnu hálfsmánaðarlega, þ.e. suðurbær er hreinsaður aðra vikuna og
norðurbærinn hina. Mörk milli bæjarhluta eru miðuð við Búðará. Yfir sumartímann verður bærinn hreinsaður vikulega sé
þess þörf. Í Reykjahverfi er sorphirðan vikuleg yfir sumartímann en annars á 2ja vikna
fresti. Í Kelduhverfi, á Kópaskeri, Öxarfirði og Raufarhöfn er vikuleg hreinsun.