Fara í efni

Fréttir

Unglingar á Raufarhöfn

Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og/eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk.
05.03.2010
Tilkynningar
Þjóðaratkvæðagreiðsla laugardaginn 6. mars

Þjóðaratkvæðagreiðsla laugardaginn 6. mars

Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010 fer fram laugardaginn 6. Mars 2010.   Kosið verður á eftirtöldum stöðum: Kjördeild Kjörstadur Opnunartimi Kjördeild 1 & 2 (Húsavík) Borgarhólsskóli 10:00 - 22:00 Kjördeild 3 (Kelduhverfi) Skúlagarður 10:00 - 18:00 Kjördeild 4 (Kópasker) Barnaskólinn 10:00 - 18:00 Kjördeild 5 (Raufarhöfn) Grunnskólinn 10:00 - 18:00 Kjósendur skulu hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
02.03.2010
Tilkynningar
Frá Húsavíkurhöfn

Umsókn um byggðakvóta í Norðuþingi

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa, m.a. í Norðurþingi, á fiskveiðiárinu 2009/2010. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinna.  Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010. Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.
01.03.2010
Tilkynningar
Skíðasvæðið í Skálamel

Skíðasvæðin við Húsavík

Hafin er vinna við að ryðja veginn upp á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.  Þar verður troðin göngubraut fyrir hádegi á laugardag.  Opið verður í Skálamelnum í dag milli 13:00 og 19:00.  Laugardag og sunnudag verður skíðalyftan opin milli klukkan 12:00 og 17:00. Allir eru hvattir til að vera með hjálma í brekkunni.
26.02.2010
Tilkynningar
Frá LungA 2008

LungA 2010 auglýsir eftir umsóknum

Hönnuðir, hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á LungA 2010 gefst hér með tækifæri á að sækja um. LungA verður haldin á Seyðisfirði dagana 12. - 18. Júlí 2010. Umsóknarfrestur er til og með 15. Mars 2010.
22.02.2010
Tilkynningar

Byggingaskýrsla Norðurþings 2009

Hægt er að nálgast byggingaskýrslu Norðurþings fyrir árið 2009 með því að smella hér.
15.02.2010
Tilkynningar
Fasteignaskattar í Norðurþingi

Fasteignaskattar í Norðurþingi

Nú hafa verið sendir út, til íbúa Norðurþings, greiðsluseðlar vegna innheimtu á fasteignasköttum.  Því viljum við minna á reglur um afslátt á fasteignaskatti.  Reglugerðina má nálgast hér.
10.02.2010
Tilkynningar
Stefán Jón Sigurgeirsson

Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ á Akureyri

Það verður stór stund klukkan 16 á morgun, 6. febrúar, í Skautahöllinni á Akureyri þegar fram fer opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem nú er haldin í fimmta skipti og stendur yfir frá 6. febrúar - 21. mars. Á opnunarhátíðinni verða m.a. fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara nú í febrúar í Vancuver.  Í þeim hópi er einmitt okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík.  Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og sýna okkar manni stuðning fyrir komandi átök á Ólympíuleikunum.
05.02.2010
Tilkynningar
Kynning á tillögu að aðalskipulagi

Kynning á tillögu að aðalskipulagi

Mánudagskvöldið 8. febrúar nk. verður tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2009-2029 kynnt á opnum fundi á Húsavík. Farið verður yfir tillögu að stefnu á helstu sviðum sveitarfélagsins að því er tekur til skipulagsmála í dreifbýli og þéttbýli.
04.02.2010
Tilkynningar
Frá kynningarfundinum

Konur í pólitík - kynningarfundur

Fimmtudagskvöldið, 28. janúar var haldið kynningarkvöld fyrir konur um pólitík í sal stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík.  Kynningarkvöldið var haldið á vegum kvenna í pólitík. 
02.02.2010
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Gönguskíðabrautin á Reykjaheiði er opin í dag. Búið er að troða tvo hringi, sá styttri er einn km að lengd en sá lengri er fimm km langur.  Skilyrði til skíðagöngu er ákjósanleg á heiðinni en þar er logn og 7 gráðu frost.
02.02.2010
Tilkynningar

Skíðagöngunámskeiði seinkað til kl. 15:00

Áður auglýstu skíðagöngunámskeiði fyrir börn og fullorðna, n.k. laugardag 30. janúar, er frestað til kl. 15:00 vegna landsleiks í handknattleik.
29.01.2010
Tilkynningar