Fara í efni

Fréttir

Vaxtarsamningur Norðausturlands - umsóknir

Vaxtarsamningur Norðausturlands - umsóknir

Auglýst er eftir umsóknum um þátttöku Vaxtarsamnings Norðausturlands í verkefnum á starfssvæði samningsins Umsóknarfrestur er til 11. september 2009 Umsóknargögn - umsóknareyðublað, leiðbeiningar og verkefnaviðmið - er að finna  á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga atthing.is og verða einnig send þeim sem þess óska.
17.08.2009
Tilkynningar

Starfsmannabreytingar hjá Félagsþjónustunni

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað meðal starfsfólks hjá Félagsþjónustu Norðurþings.  Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi lét af störfum í sumar vegna aldurs.  Sigríður Guðjónsdóttir deildarstjóri um málefni fatlaðra fer í námsleyfi í vetur og Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi fer í hennar starf á meðan.  Marzenna Katarzyna Cybulska iðjuþjálfi tekur við forstöðu Setursins í hlutastarfi.  Linda Pehrson iðjuþjálfi hóf störf í vetur hjá Félagsþjónustu Norðurþings í hlutastarfi á austursvæði.  Dögg Stefánsdóttir sem veitir þjálfunarheimilinu að Sólbrekku 28 forstöðu fer í fæðingarorlof nú í ágústmánuði og Þorgrímur Sigmundsson félagsliði mun leysa hana af.
14.08.2009
Tilkynningar
Húsavíkurhöfn tekur að sér rafmagnssölu á bryggjum

Húsavíkurhöfn tekur að sér rafmagnssölu á bryggjum

Húsavíkurhöfn hefur tekið að sér rafmagnssölu á bryggjum hafnarinnar. Viðskiptavinir fá framvegis reikning frá Húsavíkurhöfn vegna rafmagnsviðskipta, í stað Orkuveitu Húsavíkur áður. Raforkusala er tiltekin í gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings. Nánar auglýst síðar af Hafnaryfirvöldum.
14.08.2009
Tilkynningar
Smábátar í Húsvíkurhöfn

Úthlutun byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.
06.08.2009
Tilkynningar

Sléttugangan

Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Það er Ferðafélagið Norðurslóð sem nú stendur fyrir göngunni.
24.07.2009
Tilkynningar
Frá Mærudögum 2008

Hverfagrill falla niður

Hverfagrill hafa verið felld niður. En skrúðgöngur eru samkvæmt dagskrá. Samkvæmt veðurspánni í dag, fimmtudagsmorgun, ættu ekki að vera frekari breytingar á fyrirhugaðri dagskrá Mærudaga í kvöld. Uppfærð mærudagskrá  
23.07.2009
Tilkynningar

Tónleikar í Hvalasafninu

  Guðrún Gunnars syngur ljóð og lög eftir Cornelis Vreeswijk á tónleikum í Hvalasafninu á Húsavík fimmtudaginn 23. júlí kl 21:00 í tilefni Sænskra menningardaga
22.07.2009
Tilkynningar
Lokun vegna sumarleyfa

Lokun vegna sumarleyfa

Skrifstofur Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur eru lokaðar frá og með 27. júlí til og með 7. ágúst vegna sumarleyfa. Í neyðartilfellum í tengslum við barnavernd er hægt að hafa samband í síma hjá Félagsþjónustu: 8644130 milli kl. 8:00 og 16:00 virka daga á meðan lokun stendur.  Bent er á lögreglu utan skrifstofutíma. Bilanasími OH er 4640909
21.07.2009
Tilkynningar
Amiina á tónleikum

Tónleikar á Hvalasafninu

Hljómsveitin amiina, í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur ferna tónleika við sjávarsíðuna í lok júlí. Spilað verður í tveimur vitum, hvalasafni og Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Tónleikadagskráin verður aðlöguð að umhverfinu; stutt efnisskrá með sérsniðnum útsetningum sem hæfa umgjörðinni, í mikilli nánd við sjóinn sem og áheyrendur. Aðgangur er ókeypis.  
21.07.2009
Tilkynningar
Mærudagar - sænskir dagar

Mærudagar - sænskir dagar

Nú á mánudaginn hefjast Sænskir dagar á Húsavík og stendur til fimmtudags. Hátíðin er sett með athöfn kl. 17.00 í Barðahúsinu og eru allir velkomnir. Garðar Cortes og Robert Sund munu flytja nokkur lög. Á dagskrá Sænskudaga eru m.a. tónleikar með Garðar Cortes og Robert Sund. Guðrún Gunnarsdóttir syngur ljóð og lög eftir Corenelis Wreeswijk í íslenskum búningi Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. 
18.07.2009
Tilkynningar

MIKE ATTACK - Geggjað gamanleikrit!!!! Ekki missa af einstökum viðburði

Einn af framsæknustu leikurum Íslands, Kristján Ingimarsson sýnir einleik sinn MIKE ATTACK í Samkomuhúsinu á Húsavík þriðjud. 14. júlí kl. 20:00. Mike attack er geðbilað gamanleikrit án orða, Kristján notar líkamann til að túlka það sem fram fer! Getur míkrófónn fengið fullnægingu??? Já!! Maður rennir honum bara fram og til baka á statífinu og þá skríkir hann af hjartans lyst! Miðaverð aðeins 2.000 kr., greiðist við innganginn, ath. tökum ekki við kortum. Sýningin hefst kl. 20:00. Heimasíða Kristjáns er http://www.neander.dk/  
14.07.2009
Tilkynningar

Gróðursetningarverkefni líkur

  Tilkynning.  Gróðursetningarverkefnið sem sveitarfélagið Norðurþing stofnaði  til í sumar í samvinnu við Vinnumálastofnun og Framsýn lýkur föstudaginn 24. júlí 2009. Einnig hefur verið unnið að illgresiseyðingu og stefnt er að vinnu við stígagerð. Öllum þeim sem tóku þátt er þökkuð þátttaka.                   Sveinn Hreinsson
09.07.2009
Tilkynningar