Fara í efni

Fréttir

Íbúafundur um aðalskipulag

Íbúafundur um aðalskipulag

Norðurþing boðar til íbúafundar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 20-22.15. Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun byggðar og skipulag á Húsavík og nágrenni auk tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.  Fundurinn er liður í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.
09.06.2009
Tilkynningar
Frá Möðrudal

Landsbyggðin lifir - málþing

Samtökin Landsbyggðin lifir mun fimmtudaginn 11. júní halda málþing í samstarfi við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs.  Málþingið verður haldið á Möðrudal á Fjöllum og hefst kl. 15.  Yfirskrift málþingsins verður: Farsæld til framtíðar - virkjum landið og miðin.  Fyrirlestrar og umræðuefni málþingsins fjalla um auðlindanýtingu og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar.
05.06.2009
Tilkynningar
Frá hafnarsvæðinu á Raufarhöfn

Nýtt kaffihús og gallerý á Raufarhöfn

Á Raufarhöfn er nú verið að koma upp myndarlegu kaffihúsi og gallerýi. Það er félagið Gallerý Ljósfang sem hefur staðið fyrir framkvæmdum sl. mánuði við að breyta húsnæði N1 sem er í hjarta þorpsins.
03.06.2009
Tilkynningar
Sumarbæklingur Norðurþings

Sumarbæklingur Norðurþings

Nú á vordögum vaknaði sú hugmynd að útbúa bækling með upplýsingum um þá afþreyingarmöguleika sem eru í boði í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í framhaldi af því var auglýst eftir upplýsingum frá félögum og einstaklingum sem ætluðu sér að vera með starf í sumar og er bæklingur þessi afurð þeirrar svörunar. Sumarbæklingurinn
02.06.2009
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Þann 1. júní hefst sumaropnunartími í Sundlaug Húsavíkur.  Sundlaugin verður þá opin sem hér segir: Mánudaga - Föstudaga 06:45 - 21:00 Laugardaga og Sunnudaga 10:00 - 17:00 Frá 1.7 til 16.8 er opið 10:00 - 19:00. Opnunartíminn um hvítasunnuhelgina: Hvítasunnudagur kl. 10:00 - 17:00 Annar í hvítasunnu kl. 10:00 - 17:00
27.05.2009
Tilkynningar
Kópaskersviti

Brennið þið vitar-opnun sunnudaginn 17. maí

      Sunnudaginn 17 maí kl. 15 opnar sýningin „Brennið þið vitar!“  í Kópaskersvita.   Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera.      
15.05.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórn Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 19. mai. kl. 16.00 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík
15.05.2009
Tilkynningar
Núverandi merki félaganna

Hönnunarsamkeppni hjá HSÞ

Samkeppni vegna hönnunar á nýju merki Héraðssambands Þingeyinga. Ákveðið var á ársþingi HSÞ að ráðast í hönnunarsamkeppni á nýju merki sambandsins byggðu á merkjum eldri félaga UNÞ og HSÞ Tillaga 2 Ársþingið felur stjórn að auglýsa eftir tillögum að nýju merki í staðarfjölmiðlum í anda gömlu merkja HSÞ og UNÞ. Tillögum sé skilað fyrir 15. júní 2009 og kynntar á formannafundi fyrir lok júní 2009. Formannafundur hefur úrskurðarvald í vali á nýju merki fyrir HSÞ. Tillögum að merki sé skilað á skrifstofu sambandsins að Stóragarði 8 640 Húsavík eða í tölvupósti hsth@hsth.is   í síðasta lagi 15. júní 2009
14.05.2009
Tilkynningar

Endurmenntunarnámskeið í boði

Skólaþjónusta Norðurþings bíður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir grunn- og leikskólakennara nú í sumar og á fyrri hluta skólaársins 2009-2010. Námskeiðin sem eru í boði eru: Útikennsla og útinám, Tákn með tali, Stærðfræðikennsla ungra nemenda, Námskeið fyrir faggreinakennara, Danska fyrir mið- og unglingastig og Læsi - Lestur til náms og skilnings. Umsóknarfrestur á námskeiðin er til 5. júní.
13.05.2009
Tilkynningar
Sveitarfélagið Norðurþing

Aðalskipulagsgerð í Norðurþingi kynnt á samráðsfundi

Á árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn var í Keflavík 7. og 8. maí sl. kynntu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Sigmar Metúsalemsson ráðgjafar hjá Alta vinnu við aðalskipulag Norðurþings. Þau fóru í gegnum greiningu á náttúru, minjum og landslagi í dreifbýli sveitarfélagsins og nálgun við stefnumörkun á grundvelli þeirrar greiningar.
13.05.2009
Tilkynningar
Umsóknir í vinnuskóla Norðurþings

Umsóknir í vinnuskóla Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir umsóknum vegna unglingavinnu.  Eins og flestir vita þá er mikið atvinnuleysi í landinu sökum þess ástands sem nú ríkir. Þetta á ekki síst við um ungt fólk sem nú kemur úr skóla í vor. Norðurþing hefur tekið þá ákvörðun að taka nemendur sem nú ljúka 10. bekk inn í Vinnuskólann í sumar. Þetta hefur í för með sér ákveðnar breytingar þar sem allir vinnuhópar koma til með að fá styttri vinnutíma en áður. En þetta er gert með það í huga að fleiri fái vinnu, þó svo að vinnan verði minni. Síðasti skiladagur umsókna í Vinnuskólann er 18.maí og skal skilað til Æskulýðsfulltrúa Norðurþings í Íþróttahöllinni á Húsavík. Umsóknareyðublað fyrir vinnuskólann
13.05.2009
Tilkynningar
Garðsláttur sumarið 2009

Garðsláttur sumarið 2009

Umsóknareyðublöð um garðslátt má nú nálgast á skrifstofu Norðurþings. Til að eiga rétt á þessari þjónustu hafa verið sett ákveðin skilyrði*: - Umsækjandi þarf að vera undir árstekjum sem hér segir:  Einstaklingar þurfa að vera undir 2.315,250  í árstekjur  Hjón eða sambýlisfólk þurfa að vera undir 2.989,980 í árstekjur. - Umsækjandi þarf að búa í heimahúsi. - Hvorki umsækjandi né annað heimilisfólk 18 ára og eldra getur séð um garðslátt, vegna aldurs eða örorku.
05.05.2009
Tilkynningar