Bíllausi dagurinn - áskorun 640.is
Húsvíski vefmiðillinn 640.is gerði á dögunum óformlega skoðunarkönnun um ferðamáta
lesenda sinna til vinnu sinnar. Þar kom í ljós að um helmingur þeirra notar bílinn og hinn helmingurinn gengur eða hjólar.
Í framhaldi af því leggur 640.is til að lesendur þeirra hafi bíllausan dag á Húsvík á morgun, fimmtudaginn 2.
júlí og hvetur fólk til að ganga eða hjóla í vinnuna.
01.07.2009
Tilkynningar