Aðalskipulag Norðurþings
Fyrstu skref í aðalskipulagsgerð fyrir Norðurþing
Stefnumót við framtíðina
Vinna við nýtt aðalskipulag fyrir Norðurþing hófst í apríl 2008. Í aðalskipulaginu verður sett fram framtíðarsýn
fyrir sveitarfélagið í heild, sem nær til allra þeirra sviða sem sveitarfélagið starfar á, þ.e. umhverfis-, atvinnu-, félags- og
menningarmála. Á grundvelli þeirrar framtíðarsýnar verður mótuð stefna um viðfangsefni eins og verndun náttúru- og
menningarminja, nýtingu vatns, jarðhita og jarðefna, skógrækt, vega- og gatnakerfi og göngu- og reiðleiðir. Einnig verður mörkuð stefna um
staðsetningu og einkenni íbúðarsvæða, frístundabyggðarsvæða, útivistar- og íþróttasvæða og svæða
fyrir atvinnu- og menningarstarfsemi. Í aðalskipulagsverkefninu verður ennfremur lögð sérstök áhersla á að setja fram skýrar
áherslur um þróun og einkenni miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur sem hjarta bæjarins og Norðurþings alls.
02.06.2008
Tilkynningar