Stýrihópur stofnaður vegna kreppunnar
Mánudaginn 17. nóvember var haldinn fundur í tengslum við efnahagshrunið og ástandið sem skapast hefur í samfélaginu á vegum
Félagsþjónustu Norðurþings, Rauða Krossi Íslands, Þekkingarsetri Þingeyinga og Stéttarfélagsins Framsýnar. Ýmsir
aðilar voru boðaðir á fundinn og má þar nefna atvinnuráðgjafa, presta, æskulýðs-og forvarnarfulltrúa, lögreglu,
heilbrigðisþjónustu, Vinnumálastofnun, skólameistara framhaldsskólanna, menningar-og fræðslufulltrúa, sveitarstjóra og
bankastjóra.
20.11.2008
Tilkynningar