Nýtt aðalskipulag Norðurþings
Fimmtudaginn 17. apríl hófst formlega vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Norðurþing. Þá var undirritaður
verksamningur við Ráðgjafafyrirtækið Alta um skipulagsráðgjöf og vinnslu skipulagstillögu. Í framhaldi af undirskrift verksamnings var
haldinn fundur þar sem nefndarfólki Norðurþings og stjórnendum var kynnt verkáætlun skipulagsvinnunnar og svo farið yfir helstu viðfangsefni sem
taka þarf á í skipulagsvinnunni.
18.04.2008
Tilkynningar