Fara í efni

Fréttir

Frá verðlaunaafhendingunni

Þingeysku heilbrigðisverðlaunin

Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þann 29.nóvember 2007 voru Þingeysku heilbrigðisverðlaunin veitt geðræktarmiðstöðinni Setrinu. Þingeysku heilbrigðisverðlaunin eru veitt fyrir frumkvöðlastarf, uppfinningar eða vel heppnaða útfærslu hugmynda, sem stuðla að heilbrigði og bættri líðan almennt eða ná til tiltekinna hópa einstaklinga eða sjúkdóma á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  
30.11.2007
Tilkynningar
Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?

Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á reglum um inntöku barna á leikskóla í Norðurþingi, kannar sveitarfélagið þörf fyrir þjónustu dagforeldra. Relgur um inntöku barna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://nordurthing.is og eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri hvattir til að kynna sér þær.
30.11.2007
Tilkynningar
Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025

Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025

Samvinnunefnd um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum samþykkti þann 8. nóvember 2007 tillögu að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025. 
30.11.2007
Tilkynningar
Jólatréið sem tendrað verður

Ljósin tendruð á jólatréinu á Húsavík

Tendrað verður á ljósunum á jólatréinu á Húsavík, laugardaginn 1. desember og hefst dagskráin kl. 16:00. Lúðrasveit Borgarhólsskóla flytjur jólalög, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp og skólakórinn syngur jólalög við undirleik Lisu McMaster.  Þá mun séra Sighvatur Karlsson flytja hugvekju og að sjálfsögðu mæta jólasveinar úr Dimmuborgum á staðinn með óvæntan glaðning.  Á meðan á dagskránni stendur munu félagar úr Soroptimistaklúbbnum verða með kleinur og kakó til sölu. Það er sunddeild Völsungs sem stendur að dagskránni.  
29.11.2007
Tilkynningar
Jólaljós

Norðurþing lýsir upp skammdegið

Starfsmenn þjónustustöðva Norðurþings eru nú í óðaönn að setja upp jólaljós vítt og breitt um sveitarfélagið. Jólatré sveitarfélagsins eru á sjö stöðum eða á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavik, við Lund, Skúlagarð, Heiðarbæ og Hrísateig. Tréin við Hrísateig og Heiðarbæ eru nýbreytni sem vonast er til að mælist vel fyrir.
27.11.2007
Tilkynningar
Kór framhaldsskólans

Jónasarvaka á Húsavík

Föstudaginn 16. nóvember var haldin hátíð í íþróttahöllinni á Húsavík í tilefni af því að þann dag voru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar.  Húsvískt skólafólk af öllum skólastigum sáu um dagskránna sem var einkar vegleg og ljóst að krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í gera hátíðina sem glæsilegasta.
20.11.2007
Tilkynningar
Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Undirbúningshópur heimamanna auk aðila frá þekkingarsetri Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hafa undanfarið unnið að stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Óli Halldórsson frá Þekkingarsetrinu mætti í útvarpsviðtal á dögunum, þar sem hann ræddi þetta mál. Hægt er að heyra viðtalið við hann með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Útvarpsviðtalið við Óla
09.11.2007
Tilkynningar
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi

Uppbyggingarstefnan!

Páll Ólafsson félagsráðgjafi flutti erindi fyrir foreldra barna í Borgarhólsskóla.  Fjölskylduþjónusta Þingeyinga og foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fyrirlestrinum sem fór fram í Miðhvammi mánudaginn 29. október síðastliðinn.  Í erindi sínu fjallaði Páll um Uppbygginastefnuna og fór yfir 10 ráð til foreldra í anda Uppbyggingarstefnunnar. 
06.11.2007
Tilkynningar
Íþróttahöllin og Framhaldsskólinn á Húsavík

Ný ungmennaaðstaða á Húsavík

Laugardaginn 29. september opnaði nýja ungmennaaðstaðan formlega í íþróttahöllinni.  Boðið var upp á dýrindisköku frá Heimabakaríi. Ungmennaaðstaðan er ætluð öllu ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Umsjónarmenn hennar eru Kristjana María Kristjánsdóttir og Sigríður Hauksdóttir.
06.11.2007
Tilkynningar
Merki Norðurþings

Norðurþing merkt

Nýlega lauk Vegagerðin uppsetningu merkja við vegi á mörkum Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna. Verkið var unnið fyrir Norðurþing samkvæmt samningi sem gerður var í sumar og eru skiltin alls níu.  Hugmyndin er að halda verkefninu áfram á næsta ári og huga þá að merkingum innan sveitarfélagsins. Meðfylgjandi er mynd, tekin í dag 5. nóv., á mörkum Norðurþings og Tjörneshrepps við Reyðará.
05.11.2007
Tilkynningar
Gleymdir þú að borga? - breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings

Gleymdir þú að borga? - breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings

Við viljum kynna breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings sem tekið hefur verið upp í samstarfi við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilakrafna. Norðurþing hefur að undanförnu unnið að hagræðingu við innheimtur og eru þessar breytingar þáttur í þeim aðgerðum. Með samstarfinu við Intrum er markmiðið að halda kostnaði vegna innheimtuaðgerða í lágmarki, til að tryggja hagkvæmni í rekstri. Því mun framvegis bætast á vanskilaskuldir minni háttar ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði sem verður af innheimtunni.
01.11.2007
Tilkynningar
Milljón heimsóknir

Milljón heimsóknir

Nú hefur vefsíða Norðurþings, www.nordurthing.is, fengið milljón heimsóknir frá því að hún var fyrst sett í loftið í júní 2006.  Vefsíðan er fyrst og fremst hugsuð sem frétta- og upplýsingaveita fyrir íbúa Norðurþings og er stöðugt leitast við að auka þá þjónustu.  Ánægjulegt er að sjá að aukning á fjölda gesta hefur verið stöðug frá upphafi.
30.10.2007
Tilkynningar