Fara í efni

Fréttir

Akurinn herfaður

Kornsáning í Kelduhverfi

Í Kelduhverfi hefur verið stunduð kornrækt í nokkur ár.  Ekki er ræktunin í mjög stórum stíl en þó hafa þeir sem hana stundað hvorki fengið of litla né of mikla uppskeru.  Fimmtudaginn 26. apríl var svo sáð í akurinn, er hann um 2 hektarar og staðsettur á flötunum við Fjöll.  Í þetta sinnið var gerð tilraun með að nota dreifsáningu með kastdreifara í stað raðsáningar með sáningarvél Landgræðslunnar. Verður spennandi að sjá hvort einhver munur verður á árangri nú og á fyrri árum.  Allavega fer þetta vel af stað, rigningarskúri gerði sama dag rétt eins og pantað var.
01.05.2007
Tilkynningar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga endurútgefur ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur! Í fyrra gaf Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga út veglegan 40 síðna ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur á ensku og íslensku í 20.000 eintökum.  Nú er svo komið að það upplag er að verða búið og hefur því verið tekin ákvörðun um að endurútgefa bæklinginn.   Á næstu dögum munu starfsmenn félagsins hafa samband við þá aðila sem voru með skráningu í bæklingnum og óska eftir áframhaldandi skráningu.
30.04.2007
Tilkynningar
Undirritun menningarsamnings

Menningarsamningur við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Í dag, 27. apríl 2007, var á Húsavík undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi, undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks samstarfs við Norðurland eystra en áður hefur verið gengið til samstarfs við Austurland árið 2001 og Vesturland árið 2005 með sambærilegum hætti.  
27.04.2007
Tilkynningar
Sorpmóttökustöð við Víðimóa á Húsavík

Rætt um samstarf um endurvinnslu og nýtingu úrgangs

Á síðasta fundi stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga var ákveðið að fela stjórnarformanni, Jóni Helga Björnssyni  að skoða möguleika á samstarfi við Eyfirðinga um aukna endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs. Hér er mjög áhugavert málefni á ferð sem að viðkemur öllum íbúum og umhverfi sveitarfélagsins.  Það er von að um þetta hljótist gott samstarf, enda er það liður í umhverfisstefnu sveitarfélagsins að koma þessum málum í góðan farveg.
27.04.2007
Tilkynningar
Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip til Húsavíkur í sumar

Í sumar eru fyrirhugaðar 5 komur skemmtiferðaskipa til Húsavíkur. 8. og 18. júní kemur skipið National Geographic Endeavour sem er 89 metra langt og tekur 110 farþega.  Í áhöfn eru 65 manns. Endeavour mun dvelja stutt við og er í höfn þann 8. júní frá kl. 7:00 til 10:00 og þann 18. júní frá kl. 16:00 til 18:00
27.04.2007
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Gjaldfrítt í sund fyrir 16 ára og yngri.

Á  fundi fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings þann 25. apríl 2007 var samþykkt að gjaldfrítt verði í sundlaugar sveitarfélagsins á Húsavík og Raufarhöfn, fyrir 16 ára og yngri. Hingað til hefur einungis verið gjaldfrítt fyrir íbúa sveitarfélagsins 16 ára og yngri en hér með verður gjaldfrítt fyrir alla einstaklinga á þeim aldri.  
27.04.2007
Tilkynningar
Prestar á leið í Húsavíkurkirkju

Prestastefna á Húsavík

Prestastefna var sett á Húsavík í gær 24. apríl. Biskupar, prestar og djáknar gengu skrúðbúnir frá Fosshótelinu á Húsavík að Húsavíkurkirkju í blíðskapar veðri.  Athöfn fór fram í Húsavíkurkirkju þar sem sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði.  Eftir athöfn í Húsavíkurkirkju var farið í Sjóminjasafnið þar sem sveitastjórn Norðurþings tók á móti þeim. Skoða myndir
25.04.2007
Tilkynningar
Sorpmóttökustöð að Víðimóum

Eldur laus í Sorpmóttökustöð á Húsavík

Í gærkvöldi varð eldur laus í sorpmóttökustöð við Víðimóa á Húsavík. Ekki var mikill eldur en nokkuð tjón varð á rafbúnaði og lögnum. Slökkvistarf tók um 20 mínútur og var því lokið um klukkan 10:30. Búast má við rekstrarstöðvun um óákveðin tíma og er ekki tekið við úrgangi frá almenningi að sinni.
25.04.2007
Tilkynningar
FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

Hollvinasamtök FSH boðuðu til málþings í tilefni af  20 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík . Málþingið fór fram í skólanum laugardaginn 21. apríl. Yfirskriftin er: FSH 20 ára og í takt við tíðarandann? Flutt voru 4-5 stutt erindi sem öll snérust á einhvern hátt um FSH og pallborðsumræður voru á eftir. Ýmsir tóku til máls eins og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Soffía Helgadóttir fulltrúi útskrifaðra nemenda skólans. Fundarstjóri var  Guðmundur B. Þorkelsson skólameistari
23.04.2007
Tilkynningar
Húsavíkurmótið 2007

220 krakkar á handboltamóti

Handboltamót var haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 19. - 21. apríl.  Þetta mót var fyrir krakka í 5. flokki stúlkna og drengja. Mótið ber heitið Húsavíkurmótið og var það 17. skipti sem það er haldið.  220 krakkar í 27 liðum frá 9 félögum léku 71 handboltaleik frá kl:11 á sumardaginn fyrsta til rúmlega tvö á laugardag.  
23.04.2007
Tilkynningar
Stefán Jón Sigurgeirsson

Frábær árangur

Skíðamaðurinn Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík keppti á Skíðalandsmóti 2007 sem haldið var í Hlíðarfjalli daganna 13-15 apríl. Hann stóð sig frábærlega og var í nokkrum verðlaunasætum og var meðal annars íslandsmeistari í alpatvíkeppni 17 - 19 ára. Frábær árangur það.  
18.04.2007
Tilkynningar
Skálamelur

Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Verið er að troða gönguskíðabraut á Reykjaheiði og verður hún tilbúin á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 11.    
18.04.2007
Tilkynningar