Fara í efni

Fréttir

Húsavík

Fréttatilkynning frá Alcoa og Norðurþingi, 17. apríl 2007.

Ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka. Aðilar að viljayfirlýsingu vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík, þ.e. Alcoa, Norðurþing og Iðnaðarráðuneytið, hafa ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun og hefja vinnu við þriðja áfanga í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet. Sú framtíðarsýn að byggja álver sem nýtir endurnýjanlega orku frá jarðvarma og þar með góðan vinnustað með öruggum störfum til lengri tíma á Norðurlandi, hvetur aðila til að kanna til fulls þá möguleika sem þetta einstaka tækifæri býður upp á. Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson 464-6100
17.04.2007
Tilkynningar
Jökulsárgljúfur

Gljúfrastofa - opið hús

Föstudag og laugardag 20-21. apríl verður opið hús í Gljúfrastofu, gestastofu og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, frá kl. 13-17. Þar gefst fólki kostur á að skoða húsið og sýninguna sem verður í gestastofunni. Gljúfrastofa verður síðan opin almenningi frá 1. maí - 30. september.  
17.04.2007
Tilkynningar
Kópasker

Íbúafundir í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings boðar íbúafundi á eftirtöldum stöðum: 23. apríl. Hnitbjörg á Raufarhöfn kl. 17 - 19 23. apríl. Íþróttahúsið á Kópaskeri kl. 20 - 22 24. apríl. Skúlagarður í Kelduhverfi kl. 20 - 22 25. apríl. Heiðarbær í Reykjahverfi kl. 20 - 22 Íbúar eru hvattir til að nýta tækifærið og fjölmenna á fundina Norðurþing  
16.04.2007
Tilkynningar
Húsavíkurflugvöllur

Húsavíkurflugvöllur

Byggðarráð Norðurþings fjallaði um málefni flugvallarins í Aðaldal og var eftirfarandi bókað á fundi í gær, 12. apríl, "Fyrir liggja drög að samkomulagi við Fjarðarflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið."
13.04.2007
Tilkynningar
Laus störf hjá Norðurþingi

Laus störf hjá Norðurþingi

Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskóla Raufarhafnar. Við leitum að áhugasömu, bjartsýnu og jákvæðu réttindafólki. Skólastjóri þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af kennslu og störfum með börnum og unglingum.  
12.04.2007
Tilkynningar
Hafnarsvæðið á Húsavík

Borinn Jötunn

Borinn Jötunn er kominn til Húsavíkur. Jötunn hefur verið við boranir á Azoreyjum og er nokkur fjöldi Húsvíkinga í áhöfn borsins. Borinn fer nú í það verkefni að bora 4 rannsóknarholur á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum, vegna álvers við Bakka. Eftir boranir sumarsins er reiknað með að búið verði að afla um 40% af þeirri gufu sem þarf vegna fyrri áfanga álvers við Bakka, en áætluð gangsetning þess er á miðju ári 2012.
12.04.2007
Tilkynningar
Merki Völsungs

Völsungur 80 ára

Íþróttafélagið Völsungur er 80 ára í dag félagið var stofnað 12. apríl 1927. Stofnendur voru 23 drengir,  flestir á fermingaraldri og nokkrir þeirra lítið eitt yngri. Í upphafi kölluðu drengirnir félagið sitt Víking. Brátt komu fram tillögur um tvö nöfn á félagið, var annað Völsungur og hitt Hemingur. Bæði voru nöfnin sótt til forna sagna, norrænna. Nafnið Völsungur varð ofaná við atkvæðagreiðslu á fundi og síðan hefur öllum Völsungum þótt vænt um nafn félags síns.  Formaður Völsungs í dag er Linda Baldursdóttir.  Norðurþing óskar Völsungi til hamingju með afmælið
12.04.2007
Tilkynningar
Öxarfjarðarskóli

Laus störf hjá Norðurþingi

Öxarfjarðarskóli Grunnskólakennarar, Við leitum eftir vel menntuðum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans.    
12.04.2007
Tilkynningar
Árshátíð Öxarfjarðarskóla

Mikið að gerast hjá Grunnskólunum

Mikið hefur verið að gerast í grunnskólum í Norðurþingi í mars.   Árshátíðir fóru fram í  Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og skólasamkoma var í Borgarhólsskóla.  Einnig fór fram úrslit í stóru upplestrarkeppninni ofl.  Grunnskólarnir eru allir komnir með nýjar vefsíður.  Á vefsíðunum skólanna er hægt er að fylgjast með því gróskumikla starfi sem fer þar fram.  Einnig er mikið af myndum úr skólastarfinu.  
08.04.2007
Tilkynningar
Öxarfjörður

Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði, spennandi tækifæri í rekstri

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í N-Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.  
04.04.2007
Tilkynningar
Viltu vinna með börnum?

Viltu vinna með börnum?

Norðurþing auglýsir eftir lífsglöðum einstaklingum til að halda frístundanámskeið fyrir börn sumarið 2007 Veittir verða styrkir til námskeiðshaldara og tekið mið af umfangi námskeiða við ákvörðun styrkupphæðar. Auk beinna fjárstyrkja mun sveitarfélagið veita afnot af íþróttamannvirkjum án endurgjalds.Í umsókn þarf að koma fram:
03.04.2007
Tilkynningar
Hvað á leikskólinn að heita?

Hvað á leikskólinn að heita?

Á heimasíðu leikskólans Bestabæjar er í gangi skoðanakönnun um nafn á nýjan leikskóla. Nú eru unnið að stækkun Bestabæjar og verður nýr og stærri leikskóli opnaður þar í haust ásamt því sem starfsemi leikskólans í Bjarnarhúsi verður hætt. Af því tilefni hefur verið ákveðið að finna nýtt nafn á leikskólann.
31.03.2007
Tilkynningar