Kortasjá
Útbúin hefur verið kortasjá fyrir Norðurþing og er hún aðgengileg um
hnapp hér til hægri. Í kortasjánni er hægt að sjá loftmynd af öllu Norðurþingi og þysja sig inn á minni
svæði. Sérstakir flýtihnappar eru fyrir loftmyndir af þéttbýliskjörnunum á Húsavík, Kópaskeri og
Raufarhöfn. Hægt er að slá inn heiti fasteigna og á þá að birtast loftmynd af svæði umhverfis fasteignina. Einnig er þar
tenging á fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins. Kortasjáin er hugsuð sem frumútgáfa af landupplýsingakerfi fyrir Norðurþing.
Vænta má frekari þróunar á henni á næstu mánuðum.
14.02.2008
Tilkynningar