Fara í efni

Fréttir

Kortasjá

Kortasjá

Útbúin hefur verið kortasjá fyrir Norðurþing og er hún aðgengileg um hnapp hér til hægri.  Í kortasjánni er hægt  að sjá loftmynd af öllu Norðurþingi og þysja sig inn á minni svæði.  Sérstakir flýtihnappar eru fyrir loftmyndir af þéttbýliskjörnunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.  Hægt er að slá inn heiti fasteigna og á þá að birtast loftmynd af svæði umhverfis fasteignina.  Einnig er þar tenging á fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins.  Kortasjáin er hugsuð sem frumútgáfa af landupplýsingakerfi fyrir Norðurþing.  Vænta má frekari þróunar á henni á næstu mánuðum.
14.02.2008
Tilkynningar
Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Spennandi tækifæri í rekstri Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í Norður - Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.
14.02.2008
Tilkynningar
Bakkahöfði/mynd: Jón Ármann Héðinsson

Stóriðjuhöfn á Húsavík

Á fundi hafnanefndar Norðurþings í gær var fjallað um undirbúning að stóriðjuhöfn á Húsavík og kom þar fram að  Siglingastofnun hefur þegar hafið rannsóknir og vinnu við líkan af slíku mannvirki. Vinna Siglingastofnunar er jákvæð þróun í heildarvinnu við verkefnið um stóriðju á Bakka. Áætlað er að allar niðurstöður vegna stóriðjuhafnarinnar liggi fyrir á vordögum.
14.02.2008
Tilkynningar
Bakki

Stuðningur við álver á Bakka

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is í dag: Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, skv. bókun sem gerð var á fundi ráðsins í gærmorgun. Fjórir ráðsmenn samþykktu bókunina en fulltrúi VG sat hjá við afgreiðsluna. „Á undanförnum árum hefur alvarlegur samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks, atvinnuöryggi og búsetu á svæðinu. Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%.
08.02.2008
Tilkynningar
Húsavíkurfjall séð frá Botnsvatni

Upplýsingar um skíðaaðstöðu

Skíðaáhugafólk athugið! Á síðu 547 á textavarpi RUV verða settar inn upplýsingar um skíðamálin, bæði gönguskíði og vonandi síðar um brekkurnar í Skálamel og Stöllum á Húsavík. Reynt verður að uppfæra þessar upplýsingar reglulega.
08.02.2008
Tilkynningar
Vörur frá Álfasteini

Raufarhöfn: 10-12 ný störf

Fyrirtækið Álfasteinn á Borgarfirði eystra hyggst ráðast í mikla uppbyggingu á Raufarhöfn. Reiknað er með að 10-12 störf skapist á staðnum næsta sumar og að þau verði um 20 sumarið 2009 Fyrirtækið Álfasteinn hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu á vörum úr steini. Til Raufarhafnar verða fluttar vélar sem áður voru í Flatey í Hornafirði og nýtast til sögunar og vinnslu á stórgrýti.
07.02.2008
Tilkynningar
Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.  
05.02.2008
Tilkynningar
Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS á norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 1. febrúar. Söngatriði koma frá mörgum félagsmiðstöðvum og margir keppendur eru skráðir með atriði. 5 keppendur eða atriði komast á aðalkeppnina sem er í Reykjavík.
30.01.2008
Tilkynningar
Frá Öskudegi árið 2007

Öskudagsskemmtun í Íþróttahöllinni

Öskudagsball verður haldið í Íþróttahöllinni þann 6. febrúar.  Ballið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00.  Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir 6 - 16 ára.  Frítt er inn fyrir börn yngri en 6 ára.
29.01.2008
Tilkynningar
Snjótroðari til Húsavíkur

Snjótroðari til Húsavíkur

Nýlega keypti sveitarfélagið notaðan snjótroðara frá Þýskalandi. Kaupverðið er um 10 milljónir hingað kominn og er troðarinn nú þegar kominn í notkun við að troða göngubrautir upp á Reykjaheiði.  Nú er bara að vona að snjói jafn mikið hjá okkur hér norðanlands og gert hefur á suðvesturhorninu svo að nýta megi þennan nýja snjótroðara við að troða skíðabrekkurnar.
28.01.2008
Tilkynningar
Björgvin og Sigga Beinteins í sveiflu

Tónlistarveislan á Broadway

Þingeyingakvöld verður haldið á Broadway föstudaginn 1. febrúar n.k.  Þar mun húsvískt tónlistarfólk flytja þekktar dægurperlur Björgvins Halldórssonar í sannkallaðri tónlistarveislu að húsvískum hætti.  Tónlistarveislan var sýnd á Húsavík í ágúst s.l. og hlaut lofsamlega dóma sýningargesta. Auk sýningarinnar er boðið upp á þriggja rétta matseðil og að lokinni sýningu verður dansleikur. Nánar um dagskránna, miðaverð og matseðil
16.01.2008
Tilkynningar
Verkefnið \

Verkefnið \"Þingeyska matarbúrið\"

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn "Þingeyska matarbúrsins" stóð fyrir 5. nóvember sl. var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið "Þingeyska matarbúrið". Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður - ráðgjöf sem standa að þessu nýja verkefni og hófst það formlega í september 2007. Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Jóhannesson ráðgjafi hjá AÞ, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem einnig er starfsmaður verkefnisins.
15.01.2008
Tilkynningar