Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

367. fundur 08. júlí 2021 kl. 08:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Uppgjör og endurgreiðslur útsvars til sveitarfélaga vegna maí 2021 og skuldajöfnun í júní 2021

Málsnúmer 202107010Vakta málsnúmer

Borist hefur yfirlit frá Fjársýslu ríkisins yfir uppgjör og endurgreiðslu útsvars til sveitarfélaga vegna maí 2021 og skuldajöfnun í júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðuð áætlun Jöfnunarsjóðs vegna framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 202107011Vakta málsnúmer

Jöfnunarsjóður hefur birt endurskoðaða áætlun vegna framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Framlag til Norðurþings lækkar um 21,7 milljón frá fyrri áætlun.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um tækifærisleyfi fyrir Hestamannafélagið Grana

Málsnúmer 202107001Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Hestamannafélagsins Grana um tímabundið áfengisleyfi vegna dansleikjar í Bústólpahöllinni föstudagskvöldið 23. júlí frá kl. 23:00 til kl. 03:00 þann 24. júlí.
Byggðarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn.

4.Heimild sveitarstjóra til afgreiðslu á umsögnum vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga

Málsnúmer 202107016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga sem haldnir verða á Húsavík dagana 23. - 25. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitastjóra heimild til afgreiðslu umsagna um tækifærisleyfi vegna viðburða á Mærudögum.

5.Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og Húsavíkurstofu

Málsnúmer 202106125Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að endurnýjuðum samstarfssamningi Norðurþings og Húsvíkurstofu vegna tímabilsins 2022-2024.
Einnig liggur fyrir greinargerð frá Húsavíkurstofu um starfsemi stofunnar.
Byggðarráð samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.

6.Tillaga um gróðursetningu í lúpínubreiður

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að hafist verði handa við gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í kringum Húsavík. Verkefnið verði unnið í samstarfi Skógræktarfélag Húsavíkur. Horft verði til ýmissa trjáplantna eins og íslensks birkis og reyniviðar. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar og horft verði til þess sérstaklega við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Greinargerð:
Notkun trjá- og runnategunda í landgræðslu hefur aukist undanfarið. Gerðar hafa verið tilraunir á gróðursetningu birkis á a.m.k. fjórum svæðum í landinu í samstarfi ýmissa aðila og gefist vel. Í landi Húsavíkur og kringum Húsavík hafa myndast þéttar lúpínubreiður. Þar eru kjörin skilyrði fyrir gróðursetningu með ákveðnum útfærslum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til frekari úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Gróðursetning sem þessi er góð leið til kolefnisjöfnunar og til samræmis við loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá væri hægt að bjóða fyrirtækjum, stofnunum og íbúum aðkomu s.s. með því að sjá um valin svæði varðandi gróðursetningu og hirðingu.

7.Aðalskipulag Norðurþings - breytingar vegna fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu

Málsnúmer 202107022Vakta málsnúmer

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir óskar eftir að tekin verði til umræðu breyting á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu;
Fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Norðurþings fyrir byggingu stórtæks vindorkuvers á Hólaheiði. Umfjöllun sveitarstjórnar Norðurþings um skipulagsbreytingar í tengslum við orkuverið verði frestað þar til umhverfismati er lokið að
fullu. Með þeim hætti verði málsmeðferð best háttað enda liggja þá niðurstöður ítarlegra rannsókna, upplýsingaöflunar og opinbers samráðs fyrir áður en sveitarstjórn tekur sínar veigamiklu stefnumarkandi ákvarðanir um landnýtingu í gegnum Aðalskipulag.
Sveitarstjóra er falið að gera þegar í stað þær ráðstafanir sem þarf til þessa.

Byggðarráð frestar afgreiðslu tillögunnar þar til í ágúst. Byggðarráð tekur undir þær áhyggjur sem birtast í framlagðri tillögu enda ljóst að málið er umdeilt. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur haft til umfjöllunar athugasemdir sem borist hafa og gefa þær tilefni til frekari gagnaöflunar meðal íbúa á svæðinu, áður en lengra er haldið. Sveitarstjóra er falið að efna til íbúakönnunar um afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi m.t.t. uppbyggingar vindorkuvers, þannig að niðurstöður liggi fyrir við afgreiðslu tillögu Kolbrúnar Ödu í ágúst. Þá er sveitarstjóra falið að upplýsa væntanlega framkvæmdaaðila um framkomna tillögu og stöðu málsins.

8.Ósk um lóðarstofnun fyrir eyðibýlið Þórunnarsel út úr landi Syðri Bakka

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 101. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarspildunnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni. Landspildan fái nafnið Þórunnarsel.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Umsókn um lóð að Auðbrekku 2 fyrir hjúkrunarheimili

Málsnúmer 202107009Vakta málsnúmer

Á 101. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að lóðinni verði úthlutað til samræmis við erindið.

Undirritaður vill benda á að það séu fleiri sveitarfélög heldur en Norðurþing sem koma að framkvæmdinni.
Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Útgarður 2- úthlutun lóðar

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 15. júní s.l. nýtt deiliskipulag fyrir Útgarð og Pálsgarð. Með skipulaginu er skilgreind óbyggð byggingarlóð að Útgarði 2 sem ætluð er undir fjölbýlishús á þremur hæðum, auk bílakjallara.

Á 101. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að lóðin að Útgarði 2 verði auglýst laus til umsóknar til samræmis við ákvæði nýsamþykkts deiliskipulags.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands

Málsnúmer 202107019Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir því að fá uppfærðan lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefnin inn á áfangastaðaáætlun. Óskað er eftir tilnefningu á 5 verkefnum sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð samþykkir óbreyttan lista;
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn
Botnsvatn
Göngu- og hjólastígar á Húsavík
Yltjörn sunnan Húsavíkur
Veggurinn í Kelduhverfi

12.Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2021

Málsnúmer 202103192Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Ríkiskaupm vegna rammasamninga sem eru í vinnslu en þeir eru;
- Rafrænar undirskriftir
- Prentlausnir
- Bílar
- Úrgangsþjónusta
- Hýsing og rekstur
- Miðlægur búnaður - Netþjónar
- Miðlægur búnaður - Gagnageymslur
- Microsoft hugbúnaðarleyfi
Lagt fram til kynningar.

13.Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Á 95. fundi fjölskylduráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað;
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs.

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla að fjárhæð 2.372.435 krónur.
Gert er ráð fyrir að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.

14.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf. 2021

Málsnúmer 202107014Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf. fimmtudaginn 8. júlí kl. 13:00. Fundurinn fer fram á Teams.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

15.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 1. fundar stjórnar Húsavíkurstofu frá 8. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 95

Málsnúmer 2106006FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 95. fundar fjölskylduráðs frá 28. júní sl.
Hjálmar Bogi óskar bókað undir lið 4;
Undirritaður tekur undir með Ungmennaráði þar sem fram kemur í fundargerð frá 23. júní s.l. "Ungmennaráð telur að setja þurfi varanlegt hús fyrir félagsmiðstöð sem ungmenni geti gert að sínu í forgang. Hægt er að skoða samnýtingu á húsnæði fyrir ungmennahús ef gott húsnæði finnst. Ungmennaráð mun skoða húsnæði á næstu mánuðum og skila af sér minnisblaði löngu fyrir áramót?"

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 100

Málsnúmer 2106003FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 100. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 29. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 101

Málsnúmer 2106008FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 101. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 6. júlí sl.
Byggðarráð bendir á að enginn inngangur er við mál númer 4.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.