Með aðgát í daglegri umgengni og nauðsynlegum eldvarnabúnaði getum við dregið verulega úr líkum á að eldur komi upp og valdi tjóni á lífi og eignum. Við slökkviliðsmenn viljum því hvetja fólk eindregið til að huga að eldvörnum heimilisins. Það er ekki síst mikilvægt nú í aðdraganda aðventu og hátíðanna þegar eldhætta á heimilum eykst.
Rafmagnslaust verður frá Lindarbrekku í Kelduhverfi að Ferjubakka 17.11.2022 frá kl 16:30 til kl 16:50 vegna tengingar við háspennukerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.
Í dag hefst kosning um jólatré Húsavíkur árið 2022 og mun kosningin standa út sunnudaginn 24. nóvember.
Tilnefnd voru 3 glæsileg tré. Endilega takið þátt og velja það tré sem þið teljið að sómi sér best sem jólatré Húsavíkur 2022.
Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 16:15 hélt sveitarstjórn Norðurþings upplýsingafund fyrir íbúa og áhugasöm um stöðu mála vegna uppbyggingar Hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn bæði í staðfundi og í fjarfundi.
Þau gögn sem voru kynnt á fundinum er hægt að nálgast hér.
Íslandsþari ehf. og Norðurþing bjóða til opins almenns íbúafundar um fyrirhugaða uppbygginu og starfsemi Íslandsþara á Húsavík.
Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 17. nóvember n.k. kl. 16:00.
Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni við Kópasker skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér aukningu á hámarkslífmassa á laxi úr 400 tonnum í 2.700 tonn
Sveitarstjórn Norðurþings, samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið Haukamýri í Norðurþingi skv. 41.gr. skipulagslaga 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.