Hringjum í vin

Stöndum saman og hringjum í vin, jafnvel tvo og sérstaklega þá sem við höfum ekki heyrt í lengi. Eitt símtal getur skipt máli.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #17

Á upplýsingafundi þríeykisins í dag var farið yfir áhyggjur þeirra af því að fólk virðist strax orðið værukært nú þegar hyglir undir fyrsta skrefið sem taka á til afléttingar samkomubanns. Eins og allir vita á það að gerast 4. maí n.k. og hefur nákvæm útlistun ekki verið birt ennþá, þótt megin útlínurnar liggi fyrir. Um er að ræða frekar lítið skref m.v. núverandi stöðu, en þó sérstaklega mikilvægt fyrir starf skóla og ákveðinna starfsgreina sem mega hefja aftur störf með takmörkunum þó. Það eru ennþá 17 dagar í 4. maí, svo því sé til haga haldið. Engar tilslakanir eru á aðgerðum þótt staðan sé góð og því algerlega nauðsynlegt að við höldum vöku okkar áfram.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #16

Staðan á okkar svæði í dag er sem fyrr jákvæð. Nú eru 85 í sóttkví og aðeins 19 virk smit í umdæmi Lögregulstjórans á Norðurlandi eystra. Á Akureyri eru 15 smit, tvö á Húsavík og sitthvor einstaklingurinn smitaður á Siglufirði og Dalvík. Alls hafa verið greind 47 smit á svæðinu, sem hlýtur að teljast með eindæmum vel sloppið m.v. hvað óttast var að gæti gerst fyrir örfáum vikum síðan. Allt bendir því til þess að við séum með stjórn á aðstæðunum og séum með góðan byr í siglunum. Það er hinsvegar mikilvægt að missa ekki sjónar á verkefninu, sem er 100% hlýðni fyrirmæla og að farið sé eftir reglum samkomubannsins. Það getur verið erfið freisting að stytta sér leiðina í markið, en við það ertu dæmdur úr leik. Svo einfalt er það.
Lesa meira

Til hamingju með 90 ára afmælið Vigdís Finnbogadóttir

Við hér í Norðurþingi sendum Vigdísi Finnbogadóttir heillaóskir á níræðisafmæli hennar en Vígdís var forseti Íslands 1980-1996, fyrst kvenna til að vera kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #15

Við erum öll búin að vera áhyggjufull vegna þeirra dæmalausu aðstæðna sem uppi hafa verið sl. mánuð. Það er hreint ekkert óeðlilegt við það enda aðstæðurnar viðsjárverðar, um stöðuna hefur ríkt mikil óvissa og takmarkanir á samskipti fólks í millum aukið á einsemd og kvíða margra. Ótti getur verið mikill og sterkur hvati til þess að breyta hegðun fólks. Það segir sagan okkur og reynsla okkar allra sennilega. Það er aftur á móti varasamt að óttinn ráði algjörlega för og því aðdáunarvert hvað skipstjórarnir þrír í brúnni hafa náð að hvetja þjóðina áfram án þess að auka á óttann sem margir bera undir niðri. Réttar upplýsingar, nægar upplýsingar, góðar útskýringar, húmor og auðmýkt hafa verið meðul þríeykisins sem líknað hefur ástandið umfram annað, að mínum dómi.
Lesa meira

Mærudagar - könnun um hversu oft hátíðin skal haldin

Nú á dögunum samþykkti Fjölskylduráð Norðurþings, sem m.a. fer með menningarmál, að kanna hug íbúa með samráðsgáttinni Betra Ísland um hvort þeim hugnast betur að Mærudagar séu haldnir ár hvert eða annað hvert ár.
Lesa meira

Hliðrun á apríl gjalddaga fasteignagjalda

Vegna umfjöllunar aðgerðahóps Norðurþings í tengslum við COVID-19 og ákvörðunar byggðarráðs Norðurþings um mögulega frestun á greiðslum fasteignagjalda í tengslum við COVID-19 var útgáfu greiðsluseðla fasteignagjalda með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí frestað til dagsins í dag.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #14

Staðan á Norðurlandi eystra er svipuð og verið hefur, en nú eru 36 einstaklingar í einangrun vegna covid-19 og 176 í sóttkví. Alls eru 30 smitaðir á Akureyri, tveir á Húsavík, einn á Siglufirði, einn (nýtt smit) á Dalvík og tveir í Mývatnssveit. Þetta þýðir að nokkrum er batnað nú þegar á svæðinu sem við að sjálfsögðu fögnum. Staðan er sú á landsvísu að mun fleiri eru að ná sér síðustu daga af veikindunum heldur en þeir sem hafa sýkst sem eykur vonir um að við höfum náð toppi faraldursins.
Lesa meira

Við erum öll barnavernd!

Miklar áhyggjur eru af velferð barna í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. Börn þurfa klárlega á okkur að halda nú sem aldrei fyrr!
Lesa meira

Orðsending frá félagsmálastjóra Norðurþings

Heimaþjónusta er með skertu sniði og hafa þjónustu þegar og starfsmenn átt góða samvinnu til að gera eins vel og hægt er við þessar aðstæður.
Lesa meira