Regnbogabraut er lokuð þessa helgina frá 15:30 á föstudag til 08:30 á mánudagsmorgun í tengslum við evrópska samgönguviku og bíllausa daginn.
Á bíllausa deginum sunnudaginn 22. september eru öll hvött til þess að geyma bílinn heima.
Hagmunasamtök barna á Húsavík standa fyrir léttri skemmtidagskrá fyrir börn og fjölskyldur þennan dag sem þau auglýsa betur.
Fyrirhugaður er 147. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, fimmtudaginn 19. september í nk. kl. 13:00.
Fundurinn verður haldinn í Stóru Mörk á Kópaskeri.
Langar þig að hitta fólk alls staðar að úr heiminum sem býr í Norðurþingi?
Langar þig til að kynnast fólki sem hefur svipað hugarfar og þú, finna félaga eða bara eyða tíma?
Would you like to meet people from all over the world who live in Norðurþing Municipality?
Would you like to meet like-minded people, find a tandem partner or just spend time?
Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki í lista- og menningarsjóð.
Lista- og menningarsjóður Norðurþings var stofnaður af bæjarstjórn Húsavíkur á 40 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar.
Hlutverk sjóðsins er að efla lista- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 27. ágúst 2024 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Holtahverfi á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til 5 lóða við Hraunholt 7 – 25 og felur í sér breyttar stærðir lóða, breyttan byggingarrétt á lóðum og breyttri númeringu lóða. Eftir breytingar verða lóðirnar með númerin 7-15.
Norðurþing hefur tekið ákvörðun um að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.