Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir Pálsgarð 1 og Útgarð 2 á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2020 að kynna skipulagslýsingu skv. 2 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir lóðirnar Pálsgarð 1 og Útgarð 2 á Húsavík. Markmið deiliskipulagsins er að móta stefnu og skilgreina nánari útfærslur fyrir svæðið þar sem áform eru uppi um byggingu 6 íbúða fjölbýlishúss á tveimur hæðum fyrir íbúa 55 ára og eldri og tengja það við núverandi byggð.
Lesa meira

Reglur um sérstakra íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021

Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarf, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Lesa meira

Sóttvarnir í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hefur stjórnsýsluhúsið á Húsavík sett sér ákveðnar reglur sem gilda um starfsemina.
Lesa meira

Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2020 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss við Lón í Kelduhverfi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitir A, B, og F stækka og svæði undir setttjarnir norðan byggingarreits B minnkar lítillega. Skilgreindir eru byggingarskilmálar fyrir hvern byggingarreit. Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A3.
Lesa meira

Taktu þátt og hafðu áhrif

Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess.
Lesa meira

Sundlaug Húsavíkur - Opnunartími út september

Sundlaug Húsavíkur - Opnunartími út september
Lesa meira

106. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

106. fundur sveitarstjórnar Norðurþings
Lesa meira

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík lokar kl. 15:30 í dag

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík lokar kl. 15:30 í dag, föstudaginn 18.september
Lesa meira

Útgefnir reikningar frá Norðurþingi eru á rafrænu formi

Við viljum minna á að útgefnir reikningar frá Norðurþing eru á rafrænu formi. Hægt að óska eftir að fá reikninga frá sveitarfélaginu senda á pappírsformi, beiðnir um slíkt sendist á netfangið nordurthing@nordurthing.is eða hringja í síma 464-6100.
Lesa meira

Lokun tjaldsvæða í rekstri Norðurþings

Frá og með 21. september þá verða öll tjaldsvæðin í rekstri Norðurþings lokað yfir veturinn.
Lesa meira