Vinningshafi í ratleik Norðurþings í tilefni þjóðhátíðardegi Íslendinga

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum á ratleik sem haldinn var á Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Yfir 30 lið tóku þátt og þökkum við öllum fyrir þátttökuna.
Lesa meira

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust til umsóknar 100% starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu - um framtíðarstarf er að ræða

Félagsráðgjafi annast almenna félagslega ráðgjöf, ráðgjöf við foreldra og börn, barnavernd, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og önnur verkefni félagsþjónustu. Samstarf í teymum, ráðum og starfshópum og samvinna við aðrar stofnanir sveitarfélagsins, t.d. við leik- og grunnskóla. Hann stýrir sjálfur, í samráði við yfirmenn, daglegri starfsemi varðandi ofangreind verkefni. Hann hefur frumkvæði að skipulagningu daglegra starfa sinna með hliðsjón af samþykktum og reglum sveitarfélagsins og starfsáætlun félagsþjónustu sem byggir á hugmyndinni um samþætta og heildstæða fjölskylduþjónustu.
Lesa meira

Team Rynkeby Ísland heimsótti Húsvík í dag

Team Rynkeby er alþjóðlegur hópur hjólreiðafólks sem hjólar frá Danmörku til Parísar ár hvert til stuðnings krabbameinssjúkum börnum. Í ár gat ekki orðið af hjólaferðinni til Parísar vegna COVID-19 og því ákvað íslenski hluti liðsins að hjóla á völdum stöðum á Íslandi í staðinn. Hjólaðir eru um 100 km hvern dag sem ferðin stendur. Tilgangur ferðarinnar er eins og áður var sagt að afla fjár til styrktar krabbameinssjúkum börnum og er liðið stærsti stuðningsaðili Félags krabbameinssjúkra barna. Söfnunin gengur vel og hafa nú þegar safnast um 50 milljónir. Hægt er að leggja þessum einstaka hópi fólks lið við söfnunina með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreiking Team Rynkeby Ísland, 537-26-567, kt. 580216-0990 eða með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer: 907-1601 kr 1.500 - 907-1602 kr 3.000 - 907-1603 kr 5.000.
Lesa meira

Félagsstarf 5. - 7. bekkjar á Húsavík

Félagsstarf 5. - 7. bekkjará Húsavík hefst mánudaginn 6. júlí Verður það á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00 - 19:00. Heimasvæði starfsins er á 2. hæð í íþróttahöll Húsavíkur.
Lesa meira

Starfsleyfi Umhverfisstofnunar - Klakfiskastöð að Sigtúnum í Öxarfirði

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi Samherja fiskeldis ehf. fyrir klakfiskastöð að Sigtúnum í Öxarfiðri með að hámarki 11 tonna lífmassa. Hér má sjá frétt stofnunarinnar um útgáfuna.
Lesa meira

Þrír veiðidagar lausir!

Úthlutað hefur verið 7 veiðidögum Norðurþings í Litluárvötnum af 10. Þremur veiðidögum er því enn óúthlutað og gildir hér eftir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ samanber bókun byggðarráðs þann 2. júlí.
Lesa meira

Nýjar lífrænar tunnur teknar í notkun á sorphirðusvæði Gámafélagi Íslands

Nú er verið að setja upp nýjar 140L lífrænar tunnur á sorphirðusvæði Gámafélagi Íslands í Norðurþingi.
Lesa meira

Sumarlokun stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2020

Sumarlokun stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2020
Lesa meira

Tilboð í snjómokstur innan þéttbýlis Húsavíkur

Sveitarfélagið Norðurþing óskar eftir tilboðum í snjómokstur innan þéttbýlis Húsavíkur 2020-2022.
Lesa meira

Framkvæmdir við endurnýjun veitulagna og yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun veitulagna og yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar. Verksvæði sem undirlagt verður vegna framkvæmdarinnar teygir sig frá norður-enda Brávalla í vestri að Tungu við austur-enda Reykjaheiðarvegar.
Lesa meira