Covidpistill sveitarstjóra #10

Enn sem komið er í dag eru engar breytingar á opinberum tölum smitaðra hér í Norðurþingi. Þótt meirihluti þeirra sem voru í sóttkví séu losnaðir úr henni, þá eru enn þónokkrir sem bíða hana af sér. Við gerum áfram ráð fyrir því að tölur fyrir okkar svæði muni birtast á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra þegar þær hafa verið uppfærðar.
Lesa meira

Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu

Nú á tímum kórónuveirunnar gæti verið gott að lyfta huganum og hugsa lengra, hugsa til daganna 22. til 24. ágúst n.k. en þá er boðið upp á ferð til Vestmannaeyja í beinu flugi frá Húsavík, (Aðaldal). Gisting í tveggja manna herbergjum í tvær nætur á Hótel Vestmannaeyjum. Morgunverður innifalinn. Í Eyjum verður farið á söfn og í skoðunarferðirsvo eitthvað sé nefnt. Flogið frá Húsavík kl 11:00 laugard. 22. og frá Eyjum kl. 16:30 mánud. 24. Áætlað verð um 70.000 kr. Nánari upplýsingar síðar.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #9

Í dag hafa verið staðfest 33 smit á Norðurlandi eystra, flest þeirra á Akureyri eða 25 talsins, fimm í Mývatnssveit, eitt á Siglufirði og eitt á Grenivík. Enn er aðeins eitt staðfest smit með lögheimili í Norðurþingi. Við fögnum því að pestin sé ekki frekari útbreiðslu hér enn sem komið er. Upplýst var um það á stöðufundi almannavarna í dag að ákvörðun hefði verið tekin um að veita upplýsingar um þróun smita niður á póstnúmer, sem að mínum dómi er skynsamleg ákvörðun. Um það hafði verið rætt að persónuverndarsjónarmið kæmu í veg fyrir að sóttvarnarlæknir gæti ráðlagt slíka upplýsingagjöf, sem þýddi að sá er þetta ritar var á hálum ís með að upplýsa um stöðuna með þeim hætti sem ég hef leyft mér i þessum pistlum. Það er gott að fyrrnefnd afstaða almannavarna og sóttvarnalæknis liggi nú fyrir, en nánari útlistun á stöðunni má finna inni á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem ég hvet ykkur til að „líka við“.
Lesa meira

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2019.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #8

Öll hljótum við að fagna því að okkur Íslendingum virðist vera að takast hvað best upp við að sveigja hina margumræddu kúrfu af leið veldisvaxtar óhefts faraldurs. Hin einföldu ráð sem við beitum í formi sóttkvíar og einangrunar þeirra sem eru útsettir og eða smitaðir af kórónaveirunni eru einfaldlega að skila góðum árangri. Þetta eru góðar fréttir og hvetjandi, en verðum ekki værukær.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #7

Í dag eru staðfest 30 covid-smit á Norðurlandi eystra og eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið aukning í smitum á Akureyri yfir helgina. Ekkert nýtt smit hefur verið greint í Norðurþingi. Ég vil sérstaklega óska öllum viðbragðsaðilum okkar sem voru að ljúka sóttkvíarvist í dag alls velfarnaðar. Það veitir ekki af því að fá þann góða hóp frískan aftur til starfa til heilsugæslunnar, lögreglunnar og slökkviliðsins. Mjög góðar fréttir að þau séu að koma til baka.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #6

Þá er vika tvö í þessu covid-maraþoni senn á enda. Enginn hefur val um það hvort hann/hún taki þátt, því allir eru því miður skráðir. Sama hversu vel við erum undirbúin fyrir ferðalagið. Þess vegna ætlum við saman í gegnum þetta, með sem minnstum áföllum. Við erum minnt á það á hverjum degi hversu alvarlega veikt fólk getur orðið ef það smitast svo áfram er markmiðið skýrt; að vernda viðkæmustu hópa samfélagsins frá smiti.
Lesa meira

Opinn íbúafundur í fjarfundi - Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - Samráð við íbúa -

Starfshópur um gerð skólastefnu Norðurþings býður til íbúafundar á samskiptaforritinu Zoom miðvikudaginn 1. apríl kl. 17.30 - 18.30 Fundurinn hefst á 20 mínútna fyrirlestri um gerð og mikilvægi skólastefnu sveitarfélaga, í kjölfarið verður farið í hópavinnu undir stjórn starfshóps um gerð skólastefnu.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #5

Fyrsta smitið af covid-19 hefur verið staðfest á Húsavík. Ekki var um að ræða einstakling sem var í skilgreindri sóttkví. Á meðan að smitrakning var unnin í morgun var ákveðið að loka einni deild á leikskólanum Grænuvöllum, en nú síðdegis fékkst það staðfest að ekki þurfi að koma til frekari lokana og verður því leikskólinn allur opinn á morgun eins og verið hefur. Smitið er líklegast rakið til hótels í Mývatnssveit, en fleiri smit hafa verið rakin til sama hótels á þessum tíma. Viðkomandi hefur haft mjög takmörkuð samskipti útávið eftir dvölina við Mývatn og því fáir sem þurfa að sæta sóttkví vegna málsins. Við hugsum hlýtt til viðkomandi með óskum um góðar batakveðjur.
Lesa meira

COVID-19: Aðgerðir Norðurþings vegna efnahagsmála

Á 100. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 12. mars síðastliðinn var samþykkt að stofna aðgerðahóp á vegum Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19. Hópurinn hefur komið saman til þriggja funda undanfarna viku og liggja fyrir byggðarráði fundargerðir hópsins ásamt vinnugögnum vegna mögulegra sviðsmynda í rekstri sveitarfélagsins á árinu.
Lesa meira