Fara í efni

Fréttir

Mynd fengin af vefsíðu www.northiceland.is

Fréttir af skíðasvæði Norðurþings

Þar sem janúar mánuður er langt liðinn, langar okkur til að segja aðeins frá stöðunni á Skíðasvæðinu okkar í Reyðarárhnjúk. Líkt öllum er kunnugt um hefur snjórinn ekki verið að skila sér niður til okkar sem hefur aftrað mjög möguleikum á opnun skíðalyftunnar.
26.01.2026
Tilkynningar
Húsavík.
Mynd: HBH

160. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Fyrirhugaður er 160. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, fimmtudaginn 22. janúar nk. kl. 13:00 í Skólahúsinu á Kópaskeri. Fundurinn verður í beinu streymi hér.
20.01.2026
Tilkynningar
Menningarspjall 22. janúar

Menningarspjall 22. janúar

Komum saman til að ræða nútíð og framtíð menningar í Norðurþingi og nærliggjandi byggðarlögum.
19.01.2026
Tilkynningar
Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóði Öxarfjarðar og Raufarhafnar

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóði Öxarfjarðar og Raufarhafnar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 16. febrúar 2026
16.01.2026
Tilkynningar
Mynd: HBH

Staða framkvæmda við viðbyggingu Borgarhólsskóla – Frístund og félagsmiðstöð

Norðurþing vinnur nú að uppbyggingu húsnæðis undir frístund og félagsmiðstöð á Húsavík. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd sveitarfélagsins í tugi ára en heildarkostnaður er áætlaður um 750-800 millj.kr. Húsið er reist sem viðbygging við Borgarhólsskóla, alls um 900 fm á tveimur hæðum. Trésmiðjan Rein ehf. er aðalverktaki og hefur með sér nokkra undirverktaka sem flestir eru heimamenn. Belkod ehf. hefur eftirlit með verkinu en hönnuðir eru Basalt arkitektar.
15.01.2026
Tilkynningar
Bókavörður við bókasafnið á Húsavík - Tímabundið hlutastarf (25%)

Bókavörður við bókasafnið á Húsavík - Tímabundið hlutastarf (25%)

Norðurþing óskar eftir að ráða bókavörð í tímabundið starf við bókasafnið á Húsavík. Bókasafnið á Húsavík er staðsett í Safnahúsinu á Húsavík og er opið alla virka daga frá kl. 10-17 og á laugardögum frá kl. 10-14
14.01.2026
Tilkynningar

Sorphirða

Óskað er eftir því að íbúar moki frá tunnum eins og mögulegt er.
13.01.2026
Tilkynningar
Mynd: Stofan heima hjá Eggerti Marinóssyni eftir skjálftann.

50 ár frá Kópaskersskjálftanum 13. janúar 1976

Í dag eru liðin 50 ár frá Kópaskersskjálftanum. Bryndís Sigurðardóttir blaðakona tók saman þessa grein sem við birtum hér:
13.01.2026
Tilkynningar

Staða Helguskúrs á Húsavík, til upplýsinga.

Forsaga máls Í janúar 1998 samþykkti bæjarstjórn Húsavíkur deiliskipulag á svæðinu sem nefnt var „Húsavík, Hafnarsvæði – miðhluti“. Í því skipulagi var gert ráð fyrir að Helguskúr á lóðinni Hafnastétt 15 byggður 1958 viki
06.01.2026
Tilkynningar
Þrettándagleði á Húsavík

Þrettándagleði á Húsavík

Við kveðjum jólin saman með brennu og flugeldasýningu við Skeiðavöll neðan Skjólbrekku 6. janúar kl. 18:00
05.01.2026
Tilkynningar
Flugeldasorp og hirðing jólatrjáa

Flugeldasorp og hirðing jólatrjáa

Búið er að koma fyrir gám fyrir flugeldarusl á Húsavík, gámurinn er staðsettur niðri á Hafnarstétt. Íbúum er velkomið að nýta sér hann. Miðvikudaginn 7. janúar og fimmtudaginn 8. janúar nk. ætla starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húsavíkur að aðstoða íbúa bæjarins og hirða upp jólatré. Þeir íbúar sem vilja losna við jólatréin sín eru beðnir um að setja þau út við lóðarmörk þann dag.
02.01.2026
Tilkynningar
Björn Gíslason og Bergþór Bjarnason við undirritun ráðningar í dag

Björn Gíslason ráðinn verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar á Bakka

Björn Gíslason hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra atvinnuuppbygginar á Bakka við Húsavík. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu. Björn mun hefja störf í janúar.
30.12.2025
Tilkynningar