Fjölmenningarfulltrúi sveitarfélagsins Norðurþings, Ólöf Rún Pétursdóttir, mætir í Grunnskólann/ Borgarhólskóla á Húsavík til fundar þann 25. september frá 14:00 – 15:00.
Sveitarstjórn Norðurþings hefur á undanförnum árum barist fyrir auknum byggðakvóta og sértækum byggðakvóta til Raufarhafnar. Bókanir þess efnis hafa reglulega verið sendar til þingmanna, ráðherra og Byggðastofnunar.
Hjólkeppni mun fara fram á morgun sem mun fara í gegnum skrúðgarðinn og enda niðri á hafnarstétt á Húsavík. Vegna þessa munu verða lokanir í og við skrúðgarðinn og á leið þeirra þaðan niður á höfn. Stöðva þarf umferð á Garðarsbraut og við Búðarárgil þegar keppendur eiga leið hjá á bilinu 13:30 – 15:30. Sýnum þátttakendum tillitsemi.
Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík.
Klassíkin okkar fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV.
Af því tilefni bjóða margar sundlaugar víða um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum.
Tónleikarnir verða sýndir í hljóði og mynd í sundlaug Húsavíkur
Tónleikarnir verða í hljóði í sundlaug Raufarhafnar