Fara í efni

Fréttir

Staða deildarstjóra við leikskólann Grænuvelli er laus til umsóknar

Staða deildarstjóra við leikskólann Grænuvelli er laus til umsóknar

Grænuvellir er átta deilda leikskóli með um 160 börn með aðgengi að frábæru útikennslusvæði og stutt í bæði skóg og fjöru. Í leikskólanum ríkir starfsgleði, samvinna, tillitssemi og virðing. Uppeldisstefna leikskólans er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru m.a læsi, snemmtæk íhlutun, útkennsla og STEM. Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf frá 18. ágúst 2025. Vinnutíminn er 7:45-16:00.
05.06.2025
Tilkynningar
mynd: vefsíða unsplash

Starfsmaður félagsstarfs aldraðra á Húsavík - Hreyfing, sköpun, fræðsla og lífsgleði

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi starfsmanni í félagsstarf aldraðra. Starfsmaðurinn vinnur í samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík með öflugt félagsstarf og mun starfið fara fram í húsnæði félagsins, Hlyn á Húsavík
04.06.2025
Tilkynningar
Sundlaugin á Húsavík lokuð vegna viðhalds

Sundlaugin á Húsavík lokuð vegna viðhalds

Sundlaugin á Húsavík er lokuð þessa viku vegna viðhalds. Vonast er til þess að hefðbundin opnun hefjist næsta laugardag 7. júní 
02.06.2025
Tilkynningar
Sumarlestur: Kópasker - Vertu með!

Sumarlestur: Kópasker - Vertu með!

Lestrarsprettur Lindu landnámshænu er hafinn ! Skemmtileg lestrarkeppni fyrir krakka , lesið 15 mín á dag og ferðist með Lindu til ævintýralanda.
30.05.2025
Tilkynningar
Mynd: unsplash/ZI

Sumaropnun bókasafna í Norðurþingi

Hér má finna opnunartíma bókasafna í sumar.
30.05.2025
Tilkynningar
Húsavík: Sumarlestur - vertu með!

Húsavík: Sumarlestur - vertu með!

Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.
30.05.2025
Tilkynningar
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum. Hvernig getur þú tekið þátt í hátíðinni?
30.05.2025
Tilkynningar

Laus staða ráðgjafa í félagsþjónustu

Norðurþing auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 5. ágúst 2025.
27.05.2025
Tilkynningar
Framkvæmdir á PCC vellinum

Framkvæmdir á PCC vellinum

Nú eru að hefjast framkvæmdir á gervisgrasi á PCC vellinum á Húsavík og því verður óheimilt að nota völlinn og gönguleið í kring á meðan framkvæmdum stendur.
23.05.2025
Tilkynningar
Soffía Gísladóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Nele Marie Beitelstein

Áttu þjóðbúning uppi í skáp?

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní nálgast og gestir frá vinabæ Húsavíkur, Karlskoga í Svíþjóð, stefna á að heimsækja okkur þann dag. Að því tilefni viljum við hvetja þau sem eiga þjóðbúninga að koma þeim í notkun þennan dag, hvort sem er að skarta þeim sjálf eða finna niðja sem getur klæðst búningnum á hátíðarhöldunum þennan dag.
21.05.2025
Tilkynningar

Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla

Lundarkot er leikskóladeild innan Öxarfjarðarskóla sem staðsettur er í Lundi við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með tæplega 60 nemendur skólaárið 2025-2026, þar af 20 börn í leikskóladeild. Leikskóladeild skólans er innanhúss í grunnskólanum og starfar í anda jákvæðs aga og uppeldisstefnu Johns Dewey. Samstarf er milli leik- og grunnskóla. Leitað er eftir þremur leikskólakennurum í 100% stöður sem þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst.
21.05.2025
Tilkynningar

Laus tímabundin staða fjölmenningarfulltrúa

Norðurþing auglýsir eftir fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs frá 1. júlí 2025 til 1. júní 2026. Starfshlutfall allt að 50%.
21.05.2025
Tilkynningar