Upplýst samfélag alla daga
Alþjóðadagur fatlaðs fólks verður haldinn um allan heim þann 3. desember nk. Fyrsti alþjóðadagurinn var haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum en markmið dagsins er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins – stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs.
01.12.2025
Tilkynningar