Nú eru hafnar framkvæmdir við uppsetningu á nýjum leikvelli í Breiðulág sem fær nafnið Hólaravöllur.
Á leikvellinum verða rólur, niðurgrafin trampolín, gormatæki, skip með tveimur rennibrautum ásamt klifurvegg og fleiri leikjum. Einnig verður ærslabelgur á leikvellinum. Lagður verður göngustígur að leikvelli ásamt hraðahindrun og upplýstri gangbraut yfir Langholt.