Við erum öll barnavernd!

Miklar áhyggjur eru af velferð barna í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. Börn þurfa klárlega á okkur að halda nú sem aldrei fyrr!
Lesa meira

Orðsending frá félagsmálastjóra Norðurþings

Heimaþjónusta er með skertu sniði og hafa þjónustu þegar og starfsmenn átt góða samvinnu til að gera eins vel og hægt er við þessar aðstæður.
Lesa meira

Fjárhagslegar aðgerðir Norðurþings vegna COVID-19 faraldursins.

Á 100. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 12. mars síðastliðinn var samþykkt að stofna aðgerðahóp á vegum Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19. Hópurinn hefur komið saman til þriggja funda undanfarna viku og liggja fyrir byggðarráði fundargerðir hópsins ásamt vinnugögnum vegna mögulegra sviðsmynda í rekstri sveitarfélagsins á árinu. Sömuleiðis liggur fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl. þar sem hvatt er til að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og fjölskyldur í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #13

Engar fréttir eru góðar fréttir. Allt með kyrrum kjörum varðandi smit í Norðurþingi og enginn nýr greinst með covid-19. Hrósum happi yfir því. Eitt af aðal verkefnum almannavarna þessa dagana er að þrýsta á um að sýni komist með sem greiðustum hætti til greiningar í Reykjavík. Það er hægara sagt en gert þegar allt samgöngukerfið er hálf lamað og alla jafna ekki nema eitt flug á milli Akureyrar og Reykjavíkur á dag, ef það þá næst. Það sjá allir hve bagalegt það er ef biðin verður of löng eftir svörum um hvort smit greinist eður ei. Unnið er hart að því að finna leiðir svo málin strandi allavega ekki vegna samgönguerfiðleika.
Lesa meira

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 við heilbrigðisstofnanir á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu aðalskipulags á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega. Skipulagstillagan er sett fram í A4 hefti.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #12

Það er jákvætt að engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra hér í okkar samfélagi yfir helgina og vonandi höldum við þeirri mynd sem allra lengst. Á meðan að ferðalögum fólks milli svæða er haldið í skefjum og á meðan að smitaðir einstaklingar eru almennt ekki á ferðinni þá smám saman gerist það að við náum tökum á faraldrinum. Það verður þó að játast að upplýsingarnar sem hafa komið fram um helgina og varða hátt hlutfall þeirra sem greinast, en eru einkennalausir valda áhyggjum. Þær fréttir ættu að ýta enn frekar undir það að við tökum það til okkar að fylgja í hvívetna fyrirmælum sem gefin eru út af yfirvöldum og að við séum ekki innan um fólk nema við nauðsynlega þurfum þess og að fjarlægðartakmörk séu þá virt. Stöndum okkur áfram í baráttunni því þá gengur þetta hraðar yfir.
Lesa meira

Frístundastyrkir Norðurþings

Norðurþing gefur ungmennum/foreldrum barna og ungmenna frá 2 –18 aldurs í sveitarfélaginu kost á að nýta frístundastyrk til íþrótta- og tómstundastarfs eins og víða þekkist á landinu.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #11

Í morgun voru tvö ný smit staðfest í Norðurþingi og hafa þá verið greind þrjú lögheimilistengd smit í sveitarfélaginu. Viðkomandi einstaklingar eru í einangrun og mál þeirra tveggja í góðum höndum rakningarteymisins. Ég vil senda mínar bestu baráttukveðjur til allra sem glíma við covid-sjúkdóminn með óskum um skjótan bata. Hér á Norðurlandi eystra hafa alls greinst 35 smit og flest á Akureyri eða 26 talsins. Heildarfjöldi smita á Íslandi er kominn í 1364.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #10

Enn sem komið er í dag eru engar breytingar á opinberum tölum smitaðra hér í Norðurþingi. Þótt meirihluti þeirra sem voru í sóttkví séu losnaðir úr henni, þá eru enn þónokkrir sem bíða hana af sér. Við gerum áfram ráð fyrir því að tölur fyrir okkar svæði muni birtast á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra þegar þær hafa verið uppfærðar.
Lesa meira

Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu

Nú á tímum kórónuveirunnar gæti verið gott að lyfta huganum og hugsa lengra, hugsa til daganna 22. til 24. ágúst n.k. en þá er boðið upp á ferð til Vestmannaeyja í beinu flugi frá Húsavík, (Aðaldal). Gisting í tveggja manna herbergjum í tvær nætur á Hótel Vestmannaeyjum. Morgunverður innifalinn. Í Eyjum verður farið á söfn og í skoðunarferðirsvo eitthvað sé nefnt. Flogið frá Húsavík kl 11:00 laugard. 22. og frá Eyjum kl. 16:30 mánud. 24. Áætlað verð um 70.000 kr. Nánari upplýsingar síðar.
Lesa meira