Norðurþing óskar eftir tilboðum í verkið Norðurþing, PCC völlurinn – Endurnýjun gervigrass.
Verkið felur í sér útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass á keppnisvelli sveitarfélagsins á Húsavík. Í verkinu felst jafnframt upprif á eldra grasi og fyllingu, niðurlögn heildarkerfis og merking vallar ásamt nýjum mörkum, hornfánum og tilheyrandi festingum