Fara í efni

Hreinsun rotþróa í Kelduhverfi

Fyrirtækið Hreinsitækni verður á ferðinni í Kelduhverfi þessa vikuna til að hreinsa rotþrær og biðjum við alla sem eiga rotþrær að greiða veginn og grafa upp stúta ef við á. 

Óskum við hér með eftir að eigendur finni rotþrær sem tilheyra þeim og grafi frá og merki með stiku eða á annan áberandi hátt svo starfsmenn Hreinsitækni finni þær.

Einhverjar rotþrær eru með of litlum stút fyrir hreinsitækin sem þýðir að eigendur þurfa að útbúa stút sem er að minnsta kosti 100mm breiður (4“ pwc rör) áður en hreinsibíll mætir á staðinn.

Nánari upplýsingar um hreinsun rotþróa má sjá hér