Fara í efni

Fréttir

Mynd: Gaukur Hjartarson

Könnun meðal fyrirtækja - áhrif rekstrarstöðvunar PCC

Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Á það við um starfsfólk fyrirtækisins, viðskiptaaðila þess og sveitarfélagið. Í ljósi þess vill sveitarfélagið Norðurþing reyna að meta umfang þessara áhrifa og kanna möguleg viðbrögð fyrirtækja, m.a. til að meta hvernig best sé að bregðast við ástandinu.
08.10.2025
Tilkynningar
Mynd: HBH

157. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Fyrirhugaður er 157. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, fimmtudaginn 9. október nk. kl. 13:00 í Safnahúsinu á Húsavík (sjóminjasafninu), Stóragarði 17.
07.10.2025
Tilkynningar

Landsvirkjun reisir mastur vegna vindmælinga við Reyðará

Í dag reisir Landsvirkjun 100m hátt veðurmastur vegna vindmælinga við Reyðará austan Húsavíkurfjalls. Markmiðið með mælingunum er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á vindorkunýtingu á svæðinu. Mælibúnaður verður staðsettur á mismunandi hæðum á mastrinu.
03.10.2025
Tilkynningar
Félagsleg heimaþjónusta og hreyfitímar

Félagsleg heimaþjónusta og hreyfitímar

Frá hausti 2018 hefur þeim heimilum sem njóta félagslegrar heimaþjónustu staðið til boða hreyfitími í Hvammi, klukkustund á viku undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Til aðstoðar í tímunum eru einnig starfsmenn Norðurþings sem sinna félagslegri heimaþjónustu.
30.09.2025
Tilkynningar

Staða Stjórnsýslu- og þjónustufulltrúa laust til umsóknar

Norðurþing sveitarfélag auglýsir til umsóknar 100% starf stjórnsýslu- og þjónustufulltrúa, staðsett á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Um ótímabundið starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
30.09.2025
Störf í boði
Lokað í sorpstöð í Víðimóum í dag

Lokað í sorpstöð í Víðimóum í dag

Lokað er í sorpstöðinni í Víðimóum í dag þriðjudag 30. september.  Það er vegna skipta á þjónustuaðilum en Terra mun taka við sorpþjónustu í Norðurþingi um mánaðarmót. Á morgun verður hefðbundinn opnunartími
30.09.2025
Tilkynningar

Breyting á fjarskiptum; lokun 2G og 3G farsímaþjónustu um áramót 2025

Fjarskiptastofa hefur staðfest að 2G og 3G farsímaþjónusta á Íslandi verður aflögð í áföngum og að fullu hætt fyrir árslok 2025.
29.09.2025
Tilkynningar
Menningardagar á Raufarhöfn

Menningardagar á Raufarhöfn

Menningardagar á Raufarhöfn eru framundan og verða frá 3. - 12. október! 
29.09.2025
Tilkynningar
Sorpmóttaka í Víðimóum er lokuð í dag vegna veðurs

Sorpmóttaka í Víðimóum er lokuð í dag vegna veðurs

Kæru íbúar, vegna veðurs er sorpmóttakan í Víðimóum lokuð í dag, föstudaginn 26. september.
26.09.2025
Tilkynningar
Yfirlitsmynd af leikvellinum

Framkvæmd við nýjan leikvöll á Húsavík

Nú eru hafnar framkvæmdir við uppsetningu á  nýjum leikvelli í Breiðulág sem fær nafnið Hólaravöllur. Á leikvellinum verða rólur, niðurgrafin trampolín, gormatæki, skip með tveimur rennibrautum ásamt klifurvegg og fleiri leikjum. Einnig verður ærslabelgur á leikvellinum. Lagður verður göngustígur að leikvelli ásamt hraðahindrun og upplýstri gangbraut yfir Langholt.
24.09.2025
Tilkynningar
Tilkynning til íbúa – Veglokun vegna framkvæmda

Tilkynning til íbúa – Veglokun vegna framkvæmda

Norðurþing tilkynnir að vegna framkvæmda við uppsetningu hraðahindrunar og göngubrautar verður lokað fyrir umferð um Langholt á milli gatnamóta Langholt – Stekkjarholt og við gatnamót Langholt –Lágholt-Lyngholt. Sjá mynd.
22.09.2025
Tilkynningar
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030, Stórhóll – Hjarðarholt og deiliskipulags s…

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030, Stórhóll – Hjarðarholt og deiliskipulags sama svæðis

Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 21.8.2025 að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Stórshóls – Hjarðarholts á Húsavík, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 1.7.2025 að auglýsa breytingu deiliskipulags Stórhóls – Hjarðarholts á Húsavík, skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.09.2025
Tilkynningar