Helgarstarf á tjaldsvæðinu á Húsavík laust til umsóknar - framlengdur umsóknarfrestur til 10.júní

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir starfsmanni í helgarstarf á tjaldsvæði á Húsavík. Gera má ráð fyrir að starfsmaður þurfi að geta leyst rekstrarstjóra tjaldsvæðis af í 1-2 vikur í sumar ef á þarf að halda.
Lesa meira

Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík

Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík auglýst til umsóknar. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu.
Lesa meira

Aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2020 vegna rekstrarársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 07. maí nk. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.
Lesa meira

Faglausn, VÍS og Sjóvá gefa til Slökkviliðs Norðurþings

Á síðustu misserum hefur slökkviliði Norðurþings borist veglegar gjafir frá fyrirtækjum og er þeim afar þakklátt fyrir hlýhuginn í garð slökkviðliðsins
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #19

Það er fullt tilefni til þess að gleðjast yfir fallegum vordögum undanfarið og þeirri staðreynd að á morgun brestur á með sumri. Í það minnsta að nafninu til og vil ég nota tækifærið og óska íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars. Við held við kveðjum veturinn ekki með miklum söknuði þetta árið í það minnsta. Vonandi verður langt í að við þurfum að takast á við jafn válynd veður og ferlegt farsóttarálag sem yfir okkur hefur gengið sl. mánuði. Það er sömuleiðis hægt að gleðjast og vera þakklátur fyrir árangur okkar í baráttunni við kórónúveiruna. Enn höfum við náð að halda faraldrinum frá okkur að mestu leyti og hingað til höfum við ekki þurft að glíma við hópsmit í samfélaginu. Það er ekki hægt að þakka nógsamlega vel fyrir þá staðreynd. Nú er það bara dansinn framundan, að fara áfram eftir fyrirmælum, slaka ekkert á grunnatriðunum á sóttvarnarmálunum s.s. handþvotti, sprittun og fjarlægðarmörkum. Þá mun þetta áfram ganga vel.
Lesa meira

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
Lesa meira

102. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

102. fundur sveitarstjórnar Norðurþings
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #18

Í dag eru 16 virk covid-19 smit í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra; 13 á Akureyri, eitt á Húsavík, eitt á Dalvík og eitt á Siglufirði. Nú hafa liðið 11 dagar frá því að síðasta smit greindist á okkar svæði sem er mjög jákvætt. Við skulum þó hafa það í huga að dómurinn um það hvernig fólk stóð sig í að virða sóttvarnir og samkomubannið um páskana fellur líklegast núna um komandi helgi. Flestir sem smitast af covid-19 og fá einkenni fá þau um viku eftir að hafa smitast. Það vona ég að ekkert bakslag verði í þessu hjá okkur og þeim góða árangri sem við höfum náð í baráttunni við veiruna. Það má segja að þótt tilfellin séu í raun fá í okkar umhverfi hefur ástandið engu að síður sett feiknarlegt álag á heilbrigðisþjónustuna á Norðurlandi. Því verðum við að gera allt sem við getum til að fá ekki faraldurinn aftur í vöxt á næstu vikum, sem jafnvel gæti þýtt enn strangari samkomu skilyrði ef upp kæmi hópsmit.
Lesa meira

Hringjum í vin

Stöndum saman og hringjum í vin, jafnvel tvo og sérstaklega þá sem við höfum ekki heyrt í lengi. Eitt símtal getur skipt máli.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #17

Á upplýsingafundi þríeykisins í dag var farið yfir áhyggjur þeirra af því að fólk virðist strax orðið værukært nú þegar hyglir undir fyrsta skrefið sem taka á til afléttingar samkomubanns. Eins og allir vita á það að gerast 4. maí n.k. og hefur nákvæm útlistun ekki verið birt ennþá, þótt megin útlínurnar liggi fyrir. Um er að ræða frekar lítið skref m.v. núverandi stöðu, en þó sérstaklega mikilvægt fyrir starf skóla og ákveðinna starfsgreina sem mega hefja aftur störf með takmörkunum þó. Það eru ennþá 17 dagar í 4. maí, svo því sé til haga haldið. Engar tilslakanir eru á aðgerðum þótt staðan sé góð og því algerlega nauðsynlegt að við höldum vöku okkar áfram.
Lesa meira