18.02.2021
Sveitarfélagið Norðurþing leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi stjórnanda með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.
Lesa meira
18.02.2021
Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymiskennslu.
Lesa meira
01.03.2021
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Rifós hf. Um er að ræða landeldi á Röndinni á Kópaskeri þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 400 tonn.
Lesa meira
25.02.2021
Fjölskylduráð Norðurþings vill benda á að umsóknarfrestur vegna sérstaks íþrótta- og tómstundastyrks fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020 -2021 hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.
Lesa meira
25.02.2021
Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið á Húsavík
Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi.
Unnið er á vöktum og er vinnutími frá 15-19 þriðjudaga – föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar.
Um er að ræða skammtímaráðningar til 1.maí 2021 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf þegar í stað.
Helstu verkefni eru ; lyftuvarsla, þjónusta við gesti skíðasvæðisins, minniháttar viðhald á tækjum á búnaði, upplýsingagjöf á vef skíðasvæðisins og ræstingar á skíðaskála.
Lesa meira
24.02.2021
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.
Lesa meira
23.02.2021
Hönnun nýs hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Húsavík er nú á lokastigi. Arkís arkítektar hafa haft veg og vanda af hönnunarvinnunni í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríksins og sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu sem standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms. Stefnt er að útboði jarðvinnuframkvæmda á lóð nýs hjúkrunarheimilis í vor og útboði á heimilinu sjálfu undir lok þessa árs, ef allt gengur að óskum.
Lesa meira
12.02.2021
110. fundur sveitarstjórnar Norðurþings
Lesa meira
12.02.2021
Á öskudaginn 17. Febrúar nk. mun starfsfólk í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík taka á móti börnum sem vilja koma og syngja fyrir nammi. Ákveðnar sóttvarnarreglur verða þó í gildi en einn hópur má koma inn í andyrið í einu og hámark 3 fullorðnir með hverjum hóp.
Lesa meira
10.02.2021
Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna
Lesa meira