Leik og Sprell verður á Húsavík, 5.-9. ágúst, kl. 14:00-17:00.
Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.
Tímabundnar myndavélar verða í Húsavíkurfjöru til föstudagsins 16. maí en þær eru á vegum alþjóðlega rannsóknarverkefnisins ICEBERG sem er fjármagnað af Evrópusambandinu. Myndavélarnar munu taka myndir á hverri klukkustund með það að markmiði að vakta það plast og annað rusl sem rekur á land í fjörunni.
Ársreikningur Norðurþings 2024 var samþykktur í síðari umræðu í sveitarstjórn 8. maí sl. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er jákvæð um 388 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 232 milljónir króna.
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Komum saman til að ræða nútíð og framtíð menningar í Norðurþingi og nærliggjandi byggðarlögum.
Menningarspjallið fer alltaf fram þriðja fimmtudag í mánuði.
Næsta menningarspjall verður 15. maí kl. 12:00 á veitingastaðnum Gamla Bauk.
Norðurþing auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 5. ágúst 2025.
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Vík íbúðakjarna.
Um er að ræða tímabundið starf vegna afleysinga til 3 mánaða, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.