Starfs- og námsaðstæður í leikskólum Norðurþings hafa verið til umræðu á undanförnum árum. Helstu áskoranirnar eru í tengslum við undirbúningstíma starfsfólks, styttingu vinnutíma og forföll starfsfólks.
Í apríl samþykkti skipulags- og framkvæmdaráð verklagsreglur um umhverfisátak Norðurþings og hleypti því þannig formlega af stokkunum. Jafnframt samþykkti ráðið tímalínu átaksins fyrir næstu mánuði en því lýkur formlega með veitingu viðurkenninga á Mærudögum.
Umsóknarfrestur fyrir Frumkvæðissjóð Brothættra byggða II vegna verkefnanna "Raufarhöfn og framtíðin" og "Öxarfjörður í sókn" rann út 5. maí sl.
Alls bárust 18 umsóknir, þar af 10 vegna verkefnisins á Raufarhöfn og 8 vegna verkefnisins í Öxarfirði.
Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp á ríflega 40,5 milljónir króna, en til úthlutunar eru um 24,7 milljónir króna.
Lundarkot er leikskóladeild innan Öxarfjarðarskóla sem staðsettur er í Lundi við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með tæplega 60 nemendur skólaárið 2025-2026, þar af 20 börn í leikskóladeild. Leikskóladeild skólans er innanhúss í grunnskólanum og starfar í anda jákvæðs aga og uppeldisstefnu Johns Dewey. Samstarf er milli leik- og grunnskóla. Leitað er eftir þremur leikskólakennurum í 100% stöður sem þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst.
Þau Julia Maria Dlugosz nemandi í fyrsta bekk og Sveinn Jörundur Björnsson nemandi í tíunda bekk og tóku fyrstu skólfustunguna að viðstöddu nemandum skólans og gestum.