Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar samhljóða tillögu um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur íbúa, eigendur býla, fyrirtækja og stofnana til þátttöku í átakinu.
Að þessu tilefni hvetur Norðurþing lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóða til að fara í markvissa TILTEKT í sumar. Þetta gildir jafnt um muni á lóðum, á lóðarmörkum og utan lóða. Samhliða eru þeir sem við á hvattir til að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.