Fara í efni

Fréttir

Norðurþing losar sig við 2 tonn af textíl á mánuði

Norðurþing losar sig við 2 tonn af textíl á mánuði

Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum mjög íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega þegar lítil eftirspurn er eftir notuðum fatnaði og hann því verðlaus. Að losa sig við notuð föt er oftast ekki góðverk. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt við að taka á móti textíl.
03.12.2025
Fréttir
Jólamarkaður Miðjunnar!

Jólamarkaður Miðjunnar!

Hinn árlegi jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í framsýnarsalnum fimmtudaginn 4.des frá 15:00-19:00. Jólamarkaðurinn er helsta fjáröflun fyrir félagsstarf Miðjunnar. Á markaðnum verður ýmislegt til sölu eins og listaverk, kerti, tuskur, brjóstsykur, þristagott rúgbrauð, merkispjöld og fleira.
02.12.2025
Á döfinni
Sólbrekka 28 þar sem Miðjan og Borgin eru til húsa

Upplýst samfélag alla daga

Alþjóðadagur fatlaðs fólks verður haldinn um allan heim þann 3. desember nk. Fyrsti alþjóðadagurinn var haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum en markmið dagsins er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins – stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs.
01.12.2025
Tilkynningar
Orkuveita Húsavíkur í jarðhitakönnunum

Orkuveita Húsavíkur í jarðhitakönnunum

Nú standa yfir boranir á hitastigulsholum í nágrenni Húsavíkur á vegum Orkuveitu Húsavíkur.
26.11.2025
Tilkynningar
Otto Elíasson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Logi Einarsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Kristrún Frostadótti…

Vel heppnuð ráðstefna um framtíð Bakka

Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa stóðu fyrir opinni ráðstefnu á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 20. nóvember, s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“, og markmið hennar var að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík og á öllu Norðurlandi.
25.11.2025
Tilkynningar
Víkingur Gunnarsson og Katrín Sigurjónsdóttir

Undirritun viljayfirlýsingar um landeldisstöð á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing og Bakkavík landeldi ehf., undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á vegum Bakkavík landeldi ehf. á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur.
21.11.2025
Fréttir
Jólatréstendranir í Norðurþingi 2025

Jólatréstendranir í Norðurþingi 2025

Norðurþing stendur fyrir tendrun jólatrjáa á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
20.11.2025
Tilkynningar
Auglýst er eftir verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka

Auglýst er eftir verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka með starfsstöð í Norðurþingi.
20.11.2025
Tilkynningar
Textílgámar sem stóðu við Vallholtsveg eru nú staðsettir á grenndarstöð við Tún

Textílgámar færðir á grenndarstöð við Tún

Í dag verða textílgámar sem staðið hafa á Vallholtsvegi færðir á grenndarstöðina við Tún
18.11.2025
Tilkynningar

Óskað er eftir starfsmanni í stoðþjónustu (50%)

Starfsmaður stoðþjónustu sér um að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík skv. lögum um langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 og reglum Norðurþings um stoð og stuðningsþjónustu. Aðstoðin felst í að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og t.d við að skipuleggja heimilishald, heimilisþrif, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira.
18.11.2025
Tilkynningar
Skoðum himinljósin - slökkt verður á götulýsingu.

Skoðum himinljósin - slökkt verður á götulýsingu.

Nú standa yfir þemadagar í Borgarhólsskóla. Þemað er himingeimurinn! Miðvikudaginn 19. nóvember verður slökkt á götuljósum á Húsavík og nemendur, kennarar og íbúar hvattir til að skoða himinljósin.
17.11.2025
Tilkynningar
Fyrirlesturinn Tölum saman

Fyrirlesturinn Tölum saman

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 16:30 verður áhugaverður fyrirlestur í Hlyn, Garðarsbraut 44. Fyrirlesturinn ber heitið Tölum saman og fyrirlesarar eru Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur.
15.11.2025
Á döfinni