Norðurþing losar sig við 2 tonn af textíl á mánuði
Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum mjög íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega þegar lítil eftirspurn er eftir notuðum fatnaði og hann því verðlaus.
Að losa sig við notuð föt er oftast ekki góðverk. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt við að taka á móti textíl.
03.12.2025
Fréttir